Leikskólamál eru jafnréttismál Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. maí 2021 08:31 Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar