Umfjöllun: Þór Ak. - Þór Þ. 93-79 | Einvígið jafnt Karl Jónsson skrifar 19. maí 2021 21:09 Valur - Þór Akureyri. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Það er hefðbundin ráðstöfun liða í úrslitakeppni að spila betri varnarleik en á hefðbundna tímabilinu. Þetta kom vel í ljós í leik kvöldsins í Höllinni á Akureyri þar sem Þórsarar frá Þorlákshöfn komu í heimsókn til nafna sinna á Akureyri í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Enn og aftur sýndu heimamenn mikinn liðsstyrk við löndun á þessum sigri. Allir voru að leggja eitthvað til málanna, menn börðust eins og ljón og ætluðu að selja sig dýrt. Dedrick Basile kom aftur í lið heimamanna eftir leikbann og breytti það miklu í sóknarleik liðsins. Stigahæstur Akureyringa var Srdan Stojanovic með 21 stig og 6 fráköst, Ivan Alcolada var með 17 stig og 12 fráköst, Dedrick Basile setti 17 stig og sendi 8 stoðsendingar. Guy Landry var með 14 og Júíus Orri 12. Hjá gestunum var það Callum Lawson sem var stigahæstur með 21 stig auk 13 frákasta, Larry Thomas og Styrmir Snær voru með 20 og tók Styrmir auk þess 9 fráköst. Emil Karel kom svo af bekknum með 11 stig. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn, lítið skorað og baráttan þeim mun meiri. Sáust tölur eins og 6-6 og 12-12. Það var athyglisvert hvernig Lárus stillti upp liði sínu varnarlega en Larry Thomas var settur á Andrius Globys og Styrmir Snær á Dedrick Basile. Bæði lið spiluðu maður á mann vörn og var hún ansi öflug og grimm á köflum hjá báðum liðum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-19 fyrir Ölfusingana grænu. Styrmir var að spila vel og var kominn með 8 stig á meðan Ivan var með 6. Ivan var nú lausari við en í síðasta leik því sóknarleikur heimamanna var mun hreyfanlegri en í leik nr. 1 og munaði þar mikið um endurkomu Dedrick Basile sem var í leikbanni í þeim leik. Heimamenn sigu fram úr í öðrum leikhluta fyrir tilstuðlan frábærrar varnar inni í vítateig sínum og svo ofursókn undir körfu gestanna sem skilaði sér í mörgum ferðum á vítalínuna. Nánast uppskrift af góðum körfuboltadegi. Júlíus Orri sem hafði strögglað utan þriggja stiga línunnar fram að þessu, setti sín fyrstu stig og kom sínum mönnum í 7 stiga forystu þegar 4 og hálf mínúta lifðu leikhlutans. Larry Thomas var þarna ekki kominn á blað en hann tók að hressast þegar leið að lokum leikhlutans og kláraði hálfleikinn með 9 stig. Helsta áhyggjuefni heimamanna voru þrjár villur þeirra Ivans, Guy og Júlíusar en hinum megin var Larry Thomas sömuleiðis kominn með þrjár villur. Athyglisverðar staðreyndir fyrir seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 48-43 heimamönnum í vil. Allir þriggja villu leikmenn leiksins byrjuðu þriðja leikhlutann. Heimamenn léku áfram mjög góða vörn í teignum og komust gestirnir lítið áfram þar. Aðeins losnaði um þriggja stiga skotin á tímabili en heimamenn voru áfram skrefi á undan. Þegar um 5 mínútur voru eftir af leikhlutanum tóku heimamenn mikinn sprett og neyddu Lárus til að taka leikhlé fyrir gestina. Í þessu áhlaupi náðu heimamenn auðveldum hraðaupphlaupskörfum sem er alltaf góð uppskrift af sigri. Hittni gestanna af þriggja stiga línunni var áfram afar slök og var eins og alla trú vantaði í aðgerðirnar. Á þessum tímapunkti var mótlætið farið að fara í skapið á þeim. Staðan eftir 3. leikhluta var 72-57. Þegar 3 mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum minnkuðu gestirnir muninn í 10 stig og voru til alls líklegir. Um miðjan leikhlutann fékk Ivan sína fimmtu villu og yfirgaf vettvang, nokkuð sem gat sett mikla spennu í lokafjórðungnum. En það gekk ekki eftir. Heimamenn nýttu skotklukkuna afar vel, drápu niður hraðann og náðu meira að segja ekki skoti í þremur sóknum vegna skotklukkunnar sem rann út. Nánast eins og það væri planað. En þetta drap leikinn niður og þriggja stiga karfa hjá Júlíusi breytti stöðunni í 86-73 þegar 2,22 voru eftir og leikurinn nánast búinn. Honum lauk síðan eins og áður sagði 93-79 og leikar standa því 1-1. Af hverju vann Þór leikinn? Liðsheildin var sterk hjá heimamönnum í kvöld eins og svo oft áður. Varnarleikurinn í teignum var mjög góður nær allan leikinn og það gaf góða möguleika sóknarmegin í hraðaupphlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Enn og aftur liðsheildin hjá Þór. Þeir komu þó með einstaklingsframtak þegar þess þurfti og hver af öðrum stigu menn upp í slíkum tilfellum. Hjá Þór var Styrmir Snær mjög góður. Larry Thomas var lengi í gang en skilaði ágætum tölum að lokum. Callum Lawson er leikmaður sem manni finnst að eigi alltaf eitthvað inni, en hann sýndi góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? Gestirnir voru allt of hikandi í sínum aðgerðum og sterkur varnarleikur heimamanna virtist slá þá út af laginu. Þeir fengu lítið af „vinalegu rúlli“ boltans og á köflum var eins og þeim vantaði trúna. Hvað gerist næst? Staðan er 1-1 og næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn. Það verður síðasti leikurinn sem Drungilas verður í banni og því ljóst að þeir munu njóta hans í seríunni eftir allt saman. Það er allt í járnum, en Akureyringar þurfa að stela útisigri til að vinna seríuna og án Drungilas ættu möguleikar þeirra á að vinna í Þorlákshöfn í næsta leik að vera meiri en minni. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn
Það er hefðbundin ráðstöfun liða í úrslitakeppni að spila betri varnarleik en á hefðbundna tímabilinu. Þetta kom vel í ljós í leik kvöldsins í Höllinni á Akureyri þar sem Þórsarar frá Þorlákshöfn komu í heimsókn til nafna sinna á Akureyri í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Enn og aftur sýndu heimamenn mikinn liðsstyrk við löndun á þessum sigri. Allir voru að leggja eitthvað til málanna, menn börðust eins og ljón og ætluðu að selja sig dýrt. Dedrick Basile kom aftur í lið heimamanna eftir leikbann og breytti það miklu í sóknarleik liðsins. Stigahæstur Akureyringa var Srdan Stojanovic með 21 stig og 6 fráköst, Ivan Alcolada var með 17 stig og 12 fráköst, Dedrick Basile setti 17 stig og sendi 8 stoðsendingar. Guy Landry var með 14 og Júíus Orri 12. Hjá gestunum var það Callum Lawson sem var stigahæstur með 21 stig auk 13 frákasta, Larry Thomas og Styrmir Snær voru með 20 og tók Styrmir auk þess 9 fráköst. Emil Karel kom svo af bekknum með 11 stig. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn, lítið skorað og baráttan þeim mun meiri. Sáust tölur eins og 6-6 og 12-12. Það var athyglisvert hvernig Lárus stillti upp liði sínu varnarlega en Larry Thomas var settur á Andrius Globys og Styrmir Snær á Dedrick Basile. Bæði lið spiluðu maður á mann vörn og var hún ansi öflug og grimm á köflum hjá báðum liðum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-19 fyrir Ölfusingana grænu. Styrmir var að spila vel og var kominn með 8 stig á meðan Ivan var með 6. Ivan var nú lausari við en í síðasta leik því sóknarleikur heimamanna var mun hreyfanlegri en í leik nr. 1 og munaði þar mikið um endurkomu Dedrick Basile sem var í leikbanni í þeim leik. Heimamenn sigu fram úr í öðrum leikhluta fyrir tilstuðlan frábærrar varnar inni í vítateig sínum og svo ofursókn undir körfu gestanna sem skilaði sér í mörgum ferðum á vítalínuna. Nánast uppskrift af góðum körfuboltadegi. Júlíus Orri sem hafði strögglað utan þriggja stiga línunnar fram að þessu, setti sín fyrstu stig og kom sínum mönnum í 7 stiga forystu þegar 4 og hálf mínúta lifðu leikhlutans. Larry Thomas var þarna ekki kominn á blað en hann tók að hressast þegar leið að lokum leikhlutans og kláraði hálfleikinn með 9 stig. Helsta áhyggjuefni heimamanna voru þrjár villur þeirra Ivans, Guy og Júlíusar en hinum megin var Larry Thomas sömuleiðis kominn með þrjár villur. Athyglisverðar staðreyndir fyrir seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 48-43 heimamönnum í vil. Allir þriggja villu leikmenn leiksins byrjuðu þriðja leikhlutann. Heimamenn léku áfram mjög góða vörn í teignum og komust gestirnir lítið áfram þar. Aðeins losnaði um þriggja stiga skotin á tímabili en heimamenn voru áfram skrefi á undan. Þegar um 5 mínútur voru eftir af leikhlutanum tóku heimamenn mikinn sprett og neyddu Lárus til að taka leikhlé fyrir gestina. Í þessu áhlaupi náðu heimamenn auðveldum hraðaupphlaupskörfum sem er alltaf góð uppskrift af sigri. Hittni gestanna af þriggja stiga línunni var áfram afar slök og var eins og alla trú vantaði í aðgerðirnar. Á þessum tímapunkti var mótlætið farið að fara í skapið á þeim. Staðan eftir 3. leikhluta var 72-57. Þegar 3 mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum minnkuðu gestirnir muninn í 10 stig og voru til alls líklegir. Um miðjan leikhlutann fékk Ivan sína fimmtu villu og yfirgaf vettvang, nokkuð sem gat sett mikla spennu í lokafjórðungnum. En það gekk ekki eftir. Heimamenn nýttu skotklukkuna afar vel, drápu niður hraðann og náðu meira að segja ekki skoti í þremur sóknum vegna skotklukkunnar sem rann út. Nánast eins og það væri planað. En þetta drap leikinn niður og þriggja stiga karfa hjá Júlíusi breytti stöðunni í 86-73 þegar 2,22 voru eftir og leikurinn nánast búinn. Honum lauk síðan eins og áður sagði 93-79 og leikar standa því 1-1. Af hverju vann Þór leikinn? Liðsheildin var sterk hjá heimamönnum í kvöld eins og svo oft áður. Varnarleikurinn í teignum var mjög góður nær allan leikinn og það gaf góða möguleika sóknarmegin í hraðaupphlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Enn og aftur liðsheildin hjá Þór. Þeir komu þó með einstaklingsframtak þegar þess þurfti og hver af öðrum stigu menn upp í slíkum tilfellum. Hjá Þór var Styrmir Snær mjög góður. Larry Thomas var lengi í gang en skilaði ágætum tölum að lokum. Callum Lawson er leikmaður sem manni finnst að eigi alltaf eitthvað inni, en hann sýndi góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? Gestirnir voru allt of hikandi í sínum aðgerðum og sterkur varnarleikur heimamanna virtist slá þá út af laginu. Þeir fengu lítið af „vinalegu rúlli“ boltans og á köflum var eins og þeim vantaði trúna. Hvað gerist næst? Staðan er 1-1 og næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn. Það verður síðasti leikurinn sem Drungilas verður í banni og því ljóst að þeir munu njóta hans í seríunni eftir allt saman. Það er allt í járnum, en Akureyringar þurfa að stela útisigri til að vinna seríuna og án Drungilas ættu möguleikar þeirra á að vinna í Þorlákshöfn í næsta leik að vera meiri en minni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti