Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 16:20 Koltvísýringurinn verðru fluttur á vökvaformi í sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Í Straumsvík verður koltvísýringurinn svo bundinn í berg. Carbfix Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær. Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00
Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01