Innlent

Starfsmaður í H&M smitaður

Snorri Másson skrifar
Verslun H&M á Hafnartorgi var lokuð um stund í morgun.
Verslun H&M á Hafnartorgi var lokuð um stund í morgun. vísir/vilhelm

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.

mbl.is greindi frá smitinu en í svari verslunarinnar til miðilsins kemur ekki fram hvenær smitið greindist eða hvort þau séu fleiri en eitt.

Verslun H&M á að vera opin frá ellefu til sjö á daginn en opnaði ekki fyrr en 13.15 í dag, trúlega vegna smitsins.

Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×