Brynja Dan í framboð fyrir Framsókn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:54 Brynja Dan er stofnandi Extraloppunnar. visir Brynja Dan Gunnarsdóttir mun skipa annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi þingkosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta staðfesti Brynja við Vísi í kvöld en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira