KA getur komist í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:45 KA-mennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson fagna. Ragnar lék með síðasta KA-liðinu sem komst í úrslitakeppnina, tímabilið 2004-05, sem og faðir Jóhanns, Sævar Árnason. vísir/hulda margrét KA fær í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05. KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira