Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:39 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. „Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
„Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira