Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna Þóra Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 07:00 Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun