Innlent

Þrettán sóttu um stöðu ráðu­neytis­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Alls bárust þrettán umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem auglýst var þann 30. apríl 2021.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að umsóknarfresturinn hafi runnið út í fyrradag, 18. maí.

Umsækjendur eru:

  • Aishwarya G Malayi, íþróttakona
  • Ásta Magnúsdóttir, lögfræðingur
  • Benedikt Árnason, skrifstofustjóri
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri
  • Bragi Bjarnason, deildarstjóri
  • Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri
  • Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri og óháður stjórnarmaður
  • Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri
  • Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri
  • Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
  • Þorgeir Pálsson, rekstrarhagfræðingur
  • Þórlindur Kjartansson, ráðgjafi á sviði stefnumótunar og stjórnunar

„Birtir eru nýjustu starfstitlar umsækjenda samkvæmt umsóknargögnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. júlí 2021. Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×