Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskur fót­bolti og körfu­bolti á­samt meistara­móti í golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar heimsækja KA á Dalvík í toppslag Pepsi Max deildarinnar í dag.
Víkingar heimsækja KA á Dalvík í toppslag Pepsi Max deildarinnar í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á 15 beinar útsendingar í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Klukkan 19.05 er svo komið að stórleik Breiðabliks og Sjtörnunnar. Klukkan 21.15 er svo Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.00 hefst Pure Silk Championship-mótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Klukkan 01.00 hefst svo leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies í umspili um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 14.50 er komið að forkeppni heimsmeistaramóts landsliða í FIFA. Um er að ræða beina útsendingu frá viðureign Íslands og Póllands á FIFA eNations.

Klukkan 17.50 hefst útsending fyrir leik Vals og Fjölnis í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta. Klukkan 20.05 hefst svo leikur Hauka og Keflavíkur í sömu keppni.

Klukkan 23.00 er komið að Domino´s Körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Golf

Klukkan 17.00 heldur PGA-meistaramótið í golfi áfram.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.30 heldur MSI 2021 áfram. Um er að ræða beina útsending frá Mid-Season Invitational boðsmótinu í League of legends sem fer fram í Laugarsdalshöll í Reykjavík. Þar koma saman stærstu keppnislið heims í einum stærsta rafíþróttaviðburði ársins á heimsvísu.

Stöð2.is

Klukkan 17.50 hefst beint útsending frá toppslag KA og Víkings í Pepsi Max deild karla. 

Klukkan 19.05 hefjast svo þrír leikir; Fylkir tekur á móti Keflavík, Valur tekur á móti Leikni Reykjavík og HK tekur á móti ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×