Strandgestir í Vesturbænum í stríði við einkabílinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. maí 2021 09:01 BSÍ eru ekki miklir aðdáendur einkabíladýrkunarinnar hér á landi. vísir/vilhelm Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins. Titill plötunnar Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk segir líka til um þennan kontrast, en fyrri hluti plötunnar, sem mætti kalla Stundum þunglynd..., er melankólískari, indí- og poppskotnari og rólegri. Síðari hlutinn, ...en alltaf andfasísk, er pönkplata, pólitísk og hröð. Leikgleðin skín þó alltaf í gegn hjá sveitinni. Sometimes depressed... but always antifascist by BSÍ BSÍ er fljótandi skammstöfun, hún getur staðið fyrir ýmislegt, eftir stemningu og hentisemi. Brussels Sprouts Intl er það eina stundina, Bifreiðastöð Íslands aðra, en samkvæmt bandinu hefur verið varpað fram nöfnum á borð við Besta stuð Íslands, Bullshit Íslands og þar fram eftir götunum. Borgarströndin íðilfagra „Við vorum bara að byrja að semja eitthvað út í bláinn, og vorum þá oft annað hvort með lag sem var hratt og hrátt eða eitthvað rólegt og meira mellow,“ segir Julius um tilurð plötunnar nýju. „Þá kom einhvern veginn þessi spurning hvort við eigum að gera annað hvort eða bæði. En svo vorum við bara við, og gerðum bæði. Þá kom líka þessi titill til okkar.“ Þau hafi ákveðið að taka því opnum örmum að gera lög sem eru mjög ólík. „Það var ekki allt þunglynt og ekki allt andfasískt á þessum tveimur hliðum. En við erum eins og allir hér stundum að díla við þunglyndi og ástarsorg og alls konar en líka eitthvað pólitískt, andfasískt. Við erum á móti dónaköllum og erum feminísk.“ Það hafi ekki virkað að titla plötuna bara „Rólegt og hratt“ eða „Lágt og hátt“. Hin yfirskriftin hafi fallið eins og flís við rass, bæði sé hún fyndin og tengist svo í nokkur lög á báðum hliðum plötunnar. Á sumardaginn fyrsta kom út tónlistarmyndband fyrir lagið Vesturbæjar beach sem er að finna á pönkhlið plötunnar. Það gæti þó í raun alveg átt heima á báðum hliðum, sérstaklega þegar það er parað við myndbandið. Tempóið er í hraðari kantinum og tónninn hress en ljúfsár melankólían leynir sér ekki í tónum viðlagsins. Strandarþemað á sér samhljóm í hita pönksins og pólitíkurinnar en kalt vor í Vesturbænum víbrar á sömu bylgjulengd og hægagangurinn á „þunglyndu“ hlið pötunnar. Vídjóið er eftir þær Snæfríði Sól og Arínu Völu og er eins og lagið óður til Vesturbæjarins, sem er bækistöð og heimili BSÍ stúdíósins. Bílasamsærið ískyggilega Sveitin vakti athygli fyrir tónlistarmyndband við lagið Ekki á leið haustið 2018 en það var klippt saman úr upptökum úr umferðarmyndavélum við Hringbraut. Tvíeykið tók upp á því að standa á veginum í nokkrar mínútur og stöðva umferðina á meðan. Á þeim tíma sagði Sigurlaug hljómsveitina meðal annars heita BSÍ vegna áhuga þeirra á umferðarmenningu. Þeim fyndist íslenska bílamenningin spes og með gjörningnum væru þau að varpa ljósi á hlægilega hátt hlutfall einkabíla í smáborg eins og Reykjavík, sem að minni á „kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Spurð út í vídjóið í dag segja þau viðhorf þeirra gagnvart íslenskri bílamenningu óbreytt og þykir þeim líklegt að þau muni fremja slíkan gjörning aftur á stærri skala. Ekki á leið er eitt þriggja laga sem mynda stuttskífuna BSÍ frá árinu 2018. Þau lög og tvö til viðbótar urðu til á viku tímabili frá því að sveitin var stofnuð fram að þeirra fyrstu tónleikum. Allt þetta átti sér stað á meðan þau fengu að leika sér í R6013 DIY/tónleikarýminu á Ingólfsstræti. Bæði spila ílla „Upphaflega markmiðið var að spila á hljóðfæri sem við kynnum ekkert á,“ segir Sigurlaug. „Ég greip í trommusett, Julius greip í bassa. og við vorum bara eitthvað í R6013 að æfa okkur og tókum bara eina viku. Sömdum fimm lög, kunnum ekkert á hljóðfærin.“ Í verkefninu hafa þau sjaldnast gefið sér tíma til að æfa eftir að lögin eru samin og spila frekar bara á mörgum tónleikum. Þau hafi þannig miklu frekar stundað það að „læfa“ en að æfa. Tónninn var gefinn þarna strax í upphafi, annað þeirra var á leið til útlanda og þau fundu sig knúin til að spila nýju lögin á tónleikum fyrst, jafnvel þó þau væru ekki fullsamin. Hljómsveitin BSÍ segir fleiru en einkabílnum stríð á hendur, eins og heyra má í laginu My Knee Against Kyriarchy. Kyriarchy, eða drottnunarveldið, er eitthvað sem þau langar að sameinast sem flestum í baráttunni gegn – þ.e. sexisma, rasisma, ableisma, karlrembu, hómófóbíu, transfóbíu og öllum öðrum félagslegum kerfum sem byggja á kúgun, stigveldi og feðraveldi.Vísir/vilhelm „Við vorum bara að klára lögin þann daginn og ég var ennþá með textabókina og var ekki búin að semja alla textana við lögin. Alveg á síðustu stundu eins og með svo margt í mínu lífi,“ segir Sigurlaug og hlær. En kunna meðlimirnir að spila á önnur hljóðfæri þó þau kjósi að spila á framandi gripi undir formerkjum BSÍ? Sigurlaug segist mest hafa reitt sig á raddböndin en æfði einnig á píanó í sjö ár þegar hún var yngri. Julius byrjaði á táningsárum að kenna sjálfum sér á gítar og síðar píanó en telur getu sína samt takmarkaða. Hann er þó einkar frambærilegur táhljómborðsleikari ef marka má hljómsveitarfélaga hans. Ásamt bassa og trommum, og söngi Sigurlaugar, þá eru hljómborðsleikur og lúppur mikilvægur þáttur í framkomu BSÍ á tónleikum. Búnaðurinn hvílir á gólfinu og Julius stýrir honum eins og þörf er á, og oftar en ekki með fótunum. „Til þess að virka live og til þess að það sé aðeins fyllra höfum við að vera nota sampler og hljómborð,“ segir Sigurlaug. „Julius er náttúrulega orðinn snillingur að spila á hljómborð með tánum.“ Á þessum tímapunkti stingur Julius upp á því að þau ættu að skipta yfir í trompet og selló sem aðalhljóðfæri til að viðhalda vankunnáttunni og halda þannig í upprunalega yfirbragðið. Sigurlaug tekur vel í uppástunguna. „Þegar maður er með takmarkanir, getur ekki allt, þá notar maður bara það sem maður hefur. Og það er oft svo mikið gull sem kemur úr því.“ „Fyrst var það að tromma rosa mikið um það að lifa af. Lifa af að spila gegnum lögin því ég kunni þetta ekkert og við lærðum bara lögin eins og þau eru. En núna þegar við vorum að gera þessa plötu þá er það Covid og þá gafst meiri tími til að æfa sig og pæla í og spekúlera í lögunum.“ Aðspurð að því hvort að það hafi gert nýju lögin fínpússaðri eða hlaðnari hlæja þau og segja nei í kór. „Í rauninni ekki. Lögin verða bara til mjög hratt hjá okkur. Grunnhugmyndin kemur þegar við erum að spila saman og svo bara „Ókei þetta er flott“,“ segir Julius. „Það voru bara ekki tónleikar til að spila á svo það gafst meira rými og tími til að ákveða að eitthvað sé eitthvað,“ bætir Sigurlaug við. „Mér finnst líka eitthvað svo erfitt að semja lög án þess að prófa þau live,“ segir Julius. „Ég held að maður upplifi það á annan hátt þegar maður er kominn með annað fólk að hlusta, það verður eitthvað annað,“ svarar Sigurlaug. „Og við spilum öðruvísi,“ bætir Julius við. „Það kemur stundum einhver hugmynd þegar maður er í mómentinu,“ heldur Sigurlaug áfram. „Við höfum oft algjörlega ekki verið tilbúin með lög. Oftast kannski með mig og með texta. Við komum fram á tónleikum og ég er bara eitthvað „blablablablablalbla“, eitthvað að syngja með en lagið er samt nokkurn veginn útsett eða tilbúið.“ „Pæla minna, spila meira,“ segir Julius. „Bara læfa meira,“ bætir Sigurlaug við hlæjandi. Berlínarbúar í samstarfi við Íslendinga Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk var tekin upp bæði í Berlín og hér heima, en Julius bjó þar úti í sjö ár. Vinur dúósins þar úti, Thomas Götz, er svo bæði sekur um að taka upp hluta plötunnar í stúdíói sínu og að gefa hana út. Tomatenplatten heitir útgáfan og sér um framleiðslu vínylsins og dreifingu erlendis en Why Not? plötur og post-dreifing sjá um dreifingu og fleira hérna heima við. Alison, oft kennd við Kimono, sá um upptökurnar hér á landi. „Öll þessi label, allir vinir okkar sem tengjast BSÍ eru bara með. Og allir gera bara eitthvað, Ægir er að dreifa plötunni á Íslandi, post-dreifing sér um að dreifa boðskapnum,“ segir Julius. Helmingur plötuupplagsins verður með íslenska titlinum og helmingur með ensku útgáfunni Sometimes depressed... but always antifascist. Þar sem titillinn er málaður í tvennu lagi aftan á gallajakka þurfti fjóra gallajakka í verkið. Þau fengu Helgu Guðrúnu, eþs. sorry.hore, í málið. „Við létum hana semsagt fá fjóra gallajakka og hún mátti bara gera það sem hún vildi gera,“ segir Sigurlaug. „Hún málaði þá með skipamálningu og klippti þá aðeins sundur og setti saman aftur.“ Íslenska útgáfa plötuumslagsins, framhlið og bakhlið.Bsí Fyrr á árinu komu út sjónþættir fyrir tvö lög, hvort af sinni hlið plötunnar nýju. Vilhjálmur Yngvi, eþs. susan_creamcheese, sá um vídjógervinguna fyrir Dónakallalagið af pönkhliðinni og suður-kóreskur vinur bandsins, Ýmir Kim, sá um hana fyrir lagið 25lue af melankólísku hliðinni. Sigurlaug nefnir að Ýmir hafi að vísu ekki alltaf heitið það, heldur hafi hann breytt nafni sínu í Ýmir sökum mikillar Íslandsvináttu. Sveitin teygir anga sína greinilega víðs vegar um heim og ber því brussels sprouts intl sannarlega nafn með rentu. Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Titill plötunnar Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk segir líka til um þennan kontrast, en fyrri hluti plötunnar, sem mætti kalla Stundum þunglynd..., er melankólískari, indí- og poppskotnari og rólegri. Síðari hlutinn, ...en alltaf andfasísk, er pönkplata, pólitísk og hröð. Leikgleðin skín þó alltaf í gegn hjá sveitinni. Sometimes depressed... but always antifascist by BSÍ BSÍ er fljótandi skammstöfun, hún getur staðið fyrir ýmislegt, eftir stemningu og hentisemi. Brussels Sprouts Intl er það eina stundina, Bifreiðastöð Íslands aðra, en samkvæmt bandinu hefur verið varpað fram nöfnum á borð við Besta stuð Íslands, Bullshit Íslands og þar fram eftir götunum. Borgarströndin íðilfagra „Við vorum bara að byrja að semja eitthvað út í bláinn, og vorum þá oft annað hvort með lag sem var hratt og hrátt eða eitthvað rólegt og meira mellow,“ segir Julius um tilurð plötunnar nýju. „Þá kom einhvern veginn þessi spurning hvort við eigum að gera annað hvort eða bæði. En svo vorum við bara við, og gerðum bæði. Þá kom líka þessi titill til okkar.“ Þau hafi ákveðið að taka því opnum örmum að gera lög sem eru mjög ólík. „Það var ekki allt þunglynt og ekki allt andfasískt á þessum tveimur hliðum. En við erum eins og allir hér stundum að díla við þunglyndi og ástarsorg og alls konar en líka eitthvað pólitískt, andfasískt. Við erum á móti dónaköllum og erum feminísk.“ Það hafi ekki virkað að titla plötuna bara „Rólegt og hratt“ eða „Lágt og hátt“. Hin yfirskriftin hafi fallið eins og flís við rass, bæði sé hún fyndin og tengist svo í nokkur lög á báðum hliðum plötunnar. Á sumardaginn fyrsta kom út tónlistarmyndband fyrir lagið Vesturbæjar beach sem er að finna á pönkhlið plötunnar. Það gæti þó í raun alveg átt heima á báðum hliðum, sérstaklega þegar það er parað við myndbandið. Tempóið er í hraðari kantinum og tónninn hress en ljúfsár melankólían leynir sér ekki í tónum viðlagsins. Strandarþemað á sér samhljóm í hita pönksins og pólitíkurinnar en kalt vor í Vesturbænum víbrar á sömu bylgjulengd og hægagangurinn á „þunglyndu“ hlið pötunnar. Vídjóið er eftir þær Snæfríði Sól og Arínu Völu og er eins og lagið óður til Vesturbæjarins, sem er bækistöð og heimili BSÍ stúdíósins. Bílasamsærið ískyggilega Sveitin vakti athygli fyrir tónlistarmyndband við lagið Ekki á leið haustið 2018 en það var klippt saman úr upptökum úr umferðarmyndavélum við Hringbraut. Tvíeykið tók upp á því að standa á veginum í nokkrar mínútur og stöðva umferðina á meðan. Á þeim tíma sagði Sigurlaug hljómsveitina meðal annars heita BSÍ vegna áhuga þeirra á umferðarmenningu. Þeim fyndist íslenska bílamenningin spes og með gjörningnum væru þau að varpa ljósi á hlægilega hátt hlutfall einkabíla í smáborg eins og Reykjavík, sem að minni á „kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Spurð út í vídjóið í dag segja þau viðhorf þeirra gagnvart íslenskri bílamenningu óbreytt og þykir þeim líklegt að þau muni fremja slíkan gjörning aftur á stærri skala. Ekki á leið er eitt þriggja laga sem mynda stuttskífuna BSÍ frá árinu 2018. Þau lög og tvö til viðbótar urðu til á viku tímabili frá því að sveitin var stofnuð fram að þeirra fyrstu tónleikum. Allt þetta átti sér stað á meðan þau fengu að leika sér í R6013 DIY/tónleikarýminu á Ingólfsstræti. Bæði spila ílla „Upphaflega markmiðið var að spila á hljóðfæri sem við kynnum ekkert á,“ segir Sigurlaug. „Ég greip í trommusett, Julius greip í bassa. og við vorum bara eitthvað í R6013 að æfa okkur og tókum bara eina viku. Sömdum fimm lög, kunnum ekkert á hljóðfærin.“ Í verkefninu hafa þau sjaldnast gefið sér tíma til að æfa eftir að lögin eru samin og spila frekar bara á mörgum tónleikum. Þau hafi þannig miklu frekar stundað það að „læfa“ en að æfa. Tónninn var gefinn þarna strax í upphafi, annað þeirra var á leið til útlanda og þau fundu sig knúin til að spila nýju lögin á tónleikum fyrst, jafnvel þó þau væru ekki fullsamin. Hljómsveitin BSÍ segir fleiru en einkabílnum stríð á hendur, eins og heyra má í laginu My Knee Against Kyriarchy. Kyriarchy, eða drottnunarveldið, er eitthvað sem þau langar að sameinast sem flestum í baráttunni gegn – þ.e. sexisma, rasisma, ableisma, karlrembu, hómófóbíu, transfóbíu og öllum öðrum félagslegum kerfum sem byggja á kúgun, stigveldi og feðraveldi.Vísir/vilhelm „Við vorum bara að klára lögin þann daginn og ég var ennþá með textabókina og var ekki búin að semja alla textana við lögin. Alveg á síðustu stundu eins og með svo margt í mínu lífi,“ segir Sigurlaug og hlær. En kunna meðlimirnir að spila á önnur hljóðfæri þó þau kjósi að spila á framandi gripi undir formerkjum BSÍ? Sigurlaug segist mest hafa reitt sig á raddböndin en æfði einnig á píanó í sjö ár þegar hún var yngri. Julius byrjaði á táningsárum að kenna sjálfum sér á gítar og síðar píanó en telur getu sína samt takmarkaða. Hann er þó einkar frambærilegur táhljómborðsleikari ef marka má hljómsveitarfélaga hans. Ásamt bassa og trommum, og söngi Sigurlaugar, þá eru hljómborðsleikur og lúppur mikilvægur þáttur í framkomu BSÍ á tónleikum. Búnaðurinn hvílir á gólfinu og Julius stýrir honum eins og þörf er á, og oftar en ekki með fótunum. „Til þess að virka live og til þess að það sé aðeins fyllra höfum við að vera nota sampler og hljómborð,“ segir Sigurlaug. „Julius er náttúrulega orðinn snillingur að spila á hljómborð með tánum.“ Á þessum tímapunkti stingur Julius upp á því að þau ættu að skipta yfir í trompet og selló sem aðalhljóðfæri til að viðhalda vankunnáttunni og halda þannig í upprunalega yfirbragðið. Sigurlaug tekur vel í uppástunguna. „Þegar maður er með takmarkanir, getur ekki allt, þá notar maður bara það sem maður hefur. Og það er oft svo mikið gull sem kemur úr því.“ „Fyrst var það að tromma rosa mikið um það að lifa af. Lifa af að spila gegnum lögin því ég kunni þetta ekkert og við lærðum bara lögin eins og þau eru. En núna þegar við vorum að gera þessa plötu þá er það Covid og þá gafst meiri tími til að æfa sig og pæla í og spekúlera í lögunum.“ Aðspurð að því hvort að það hafi gert nýju lögin fínpússaðri eða hlaðnari hlæja þau og segja nei í kór. „Í rauninni ekki. Lögin verða bara til mjög hratt hjá okkur. Grunnhugmyndin kemur þegar við erum að spila saman og svo bara „Ókei þetta er flott“,“ segir Julius. „Það voru bara ekki tónleikar til að spila á svo það gafst meira rými og tími til að ákveða að eitthvað sé eitthvað,“ bætir Sigurlaug við. „Mér finnst líka eitthvað svo erfitt að semja lög án þess að prófa þau live,“ segir Julius. „Ég held að maður upplifi það á annan hátt þegar maður er kominn með annað fólk að hlusta, það verður eitthvað annað,“ svarar Sigurlaug. „Og við spilum öðruvísi,“ bætir Julius við. „Það kemur stundum einhver hugmynd þegar maður er í mómentinu,“ heldur Sigurlaug áfram. „Við höfum oft algjörlega ekki verið tilbúin með lög. Oftast kannski með mig og með texta. Við komum fram á tónleikum og ég er bara eitthvað „blablablablablalbla“, eitthvað að syngja með en lagið er samt nokkurn veginn útsett eða tilbúið.“ „Pæla minna, spila meira,“ segir Julius. „Bara læfa meira,“ bætir Sigurlaug við hlæjandi. Berlínarbúar í samstarfi við Íslendinga Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk var tekin upp bæði í Berlín og hér heima, en Julius bjó þar úti í sjö ár. Vinur dúósins þar úti, Thomas Götz, er svo bæði sekur um að taka upp hluta plötunnar í stúdíói sínu og að gefa hana út. Tomatenplatten heitir útgáfan og sér um framleiðslu vínylsins og dreifingu erlendis en Why Not? plötur og post-dreifing sjá um dreifingu og fleira hérna heima við. Alison, oft kennd við Kimono, sá um upptökurnar hér á landi. „Öll þessi label, allir vinir okkar sem tengjast BSÍ eru bara með. Og allir gera bara eitthvað, Ægir er að dreifa plötunni á Íslandi, post-dreifing sér um að dreifa boðskapnum,“ segir Julius. Helmingur plötuupplagsins verður með íslenska titlinum og helmingur með ensku útgáfunni Sometimes depressed... but always antifascist. Þar sem titillinn er málaður í tvennu lagi aftan á gallajakka þurfti fjóra gallajakka í verkið. Þau fengu Helgu Guðrúnu, eþs. sorry.hore, í málið. „Við létum hana semsagt fá fjóra gallajakka og hún mátti bara gera það sem hún vildi gera,“ segir Sigurlaug. „Hún málaði þá með skipamálningu og klippti þá aðeins sundur og setti saman aftur.“ Íslenska útgáfa plötuumslagsins, framhlið og bakhlið.Bsí Fyrr á árinu komu út sjónþættir fyrir tvö lög, hvort af sinni hlið plötunnar nýju. Vilhjálmur Yngvi, eþs. susan_creamcheese, sá um vídjógervinguna fyrir Dónakallalagið af pönkhliðinni og suður-kóreskur vinur bandsins, Ýmir Kim, sá um hana fyrir lagið 25lue af melankólísku hliðinni. Sigurlaug nefnir að Ýmir hafi að vísu ekki alltaf heitið það, heldur hafi hann breytt nafni sínu í Ýmir sökum mikillar Íslandsvináttu. Sveitin teygir anga sína greinilega víðs vegar um heim og ber því brussels sprouts intl sannarlega nafn með rentu.
Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira