Lífið

Gunnar Bragi og Sunna Gunnars trúlofuð

Snorri Másson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir eru trúlofuð.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir eru trúlofuð. Vísir/Facebook

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sunna Gunnars Marteinsdóttir starfsmaður breska sendiráðsins eru trúlofuð, eins og kom fram í færslu þeirra á Facebook í dag.

Gunnar og Sunna kynntust í gegnum starf Framsóknarflokksins og var Sunna aðstoðarmaður Gunnars þegar hann var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sunna var á sínum tíma skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins en starfaði einnig hjá Mjólkursamsölunni þar til fyrir skemmstu, þegar hún hóf störf hjá sendiráði Breta hér á landi. Hún er menntuð í almannatengslum og menningarmiðlun.

Gunnar Bragi fór yfir í Miðflokkinn þegar Sigmundur stofnaði hann árið 2017 og hefur setið á þingi fyrir flokkinn síðan. Hann er þingflokksformaður og verður að líkindum aftur í framboði í haust.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís

Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.