Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 12:26 Frá mótmælum fangavarða í Kaliforníu í vikunni. AP/Gary Kazanjian Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira