Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:00 Þeir sem fengið hafa blandaða bólusetningu geta átt von á því að fá bólusetningarvottorð á næstunni. Getty/Rafael Henrique Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23