Umfjöllun og viðtöl: Valur - Leiknir 1-0 | Patrick með sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok Atli Arason skrifar 21. maí 2021 22:15 Kaj Leó og Patrick Pedersen fagna saman en sá síðarnefndi var hetja Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann Leikni í kvöld með sigurmarki Patrick Pedersen á loka andartökum leiksins. Leikurinn fór rólega af stað og fyrri hálfleikurinn var hálf rólegur heilt yfir, Valsmenn voru meira með boltann og áttu fleiri marktilraunir. Patrick Pedersen fékk hættulegasta færi leiksins á 8. mínútu þegar skalli hans, innan markteig Leiknismanna fór beint á Guy Smit í markinu. Guy Smit var frábær í marki Leiknis lengst af og sá hann við þeim annars fáu skotum á markið sem Valsmenn náðu að þrýsta fram í fyrri hálfleik. Á hinum endanum þurfti Hannes bara einu sinni í fyrri hálfleik að verja marktilraun þegar Daníel Finns átti skot sem fór nánast beint á Hannes. Liðin gengu þá til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 0-0. Seinni hálfleikurinn var nánast endurtekning á þeim fyrri. Valur var meira með boltann og átti einhverjar örfáar marktilraunir sem stafaði þó ekki mikill ógn af. Leiknismenn voru hættulegir í skyndisóknunum en það var lítið sem skeði sem eitthvað þarf að greina frá fyrr en á 86. mínútu þegar Johannes Vall nær að komast upp við endalínuna á vinstri kanti og gefur háan boltann fyrir mark Leiknis þar sem Patrick Pedersen mætir fyrstur allra og nær að stanga boltann í netið úr markteig Leiknis. Leiknir sótti meira það sem eftir lifði leiks en of lítill tími var eftir af leiktímanum til að svara fyrir sig. Lokatölur því 1-0 fyrir heimamönnum í Val. Af hverju vann Valur? Valur sótti meira á mark Leiknis þegar heilt er á litið og voru töluvert meira með fótboltann. Þeir þurftu þó mark á ögurstundu frá sínum helsta markaskorara til að klára dæmið gegn nýliðunum. Verðskuldaður sigur vissulega en smá heppnis stimpill yfir þessu samt. Hverjir stóðu upp úr? Guy Smit átti enn einn hörku leikinn í marki Leiknis. Smit átti svör við flest öllum aðgerðum Valsmanna lengst af í leiknum. Hvað gekk illa? Þennan dálk hefði Pedersen átt ef hann hefði ekki skorað sigurmarkið. Pedersen klúðraði dauðafæri á 8. mínútu en borgaði upp fyrir það með sigurmarki undir lok leiksins. Þess í stað verður minnst á varnarlínu Leiknis hér, sem var frábær framan af leik en einbeitingarleysi undir lok leiks í marki Pedersen skilar því að liðið fer tómhent heim. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í Keflavík á mánudaginn næsta á meðan að Leiknir tekur á móti FH í Breiðholtinu degi síðar. „Ein lítil mistök og þá er boltinn í netinu“ Sigurður Heiðar Höskuldsson (t.h.), þjálfari Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Hulda Margrét Eins og gefur að skilja var Sigurður Heiðar svekktur að fá sigur mark í andlitið á loka andartökum leiksins. „Já það er mjög svekkjandi eftir að hafa sýnt mjög fínan varnarleik megnið af leiknum en ein lítil mistök og þá er boltinn í netinu.“ „Þetta er erfið fyrirgjöf að eiga við inn í teignum, Patrick er sterkur í teignum og góður að staðsetja sig. Það er eiginlega þessi fyrirgjöf sem hann [Johannes Vall] fær út á kanti sem mér finnst við ekki gera nógu vel í.“ Leiknir voru nánast framherjalausir í dag en Daníel Finns leysti af Sævar Atla í framlínunni í dag. „Sævar er búinn að vera tæpur megnið af tímabilinu, í dag var hann bara of slæmur til þess að spila. Það styttist í Sólon en Ágúst Leó er líka meiddur, þannig allir þrír framherjar okkar eru meiddir. Við þurftum einhvern veginn að finna út úr því. Þrátt fyrir að Daníel Finns hafi sennilega aldrei spilað frammi áður þá leysti hann það bara nokkuð vel.“ Siggi vil ekki kvarta of mikið yfir því hvað spilað er þétt í deildinni þetta tímabilið. „Það er bara eins og það er, það sitja allir við sama borð. Það finnst öllum þetta ábyggilega rosalega erfitt. Það eru skrítnar æfingar á milli leikja og í rauninni er fókusinn bara á það að sleikja sárin milli leikjanna,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Fyrir mér er þetta einn mikilvægasti sigurinn“ Túfa var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Aðstoðarþjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic eða Túfa, var gífurlega ánægður með sigurinn á Leikni, sem Túfa telur vera eitt af betri liðum deildarinnar. „Mikil gleði að klára þennan leik, erfiður leikur og mikilvægir þrír punktar sem við erum að taka gegn mjög góðu liði sem ég held að eigi eftir að gera öllum liðum sem spila við það erfitt fyrir. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim, það er mikið hjarta í þessu hjá leikmönnunum, þjálfaranum og öllum pakkanum. Það er gríðirlega mikilvægt að klára þetta og fyrir mér er þetta einn mikilvægasti sigurinn.“ „Það sást í smá svona þyngsl hjá báðum liðum, þetta var fjórði leikurinn á stuttum tíma og það er spilað á u.þ.b. þriggja daga fresti. Við vildum sjá aðeins meira tempó og ákefð í öllu sem við vorum að gera, en þetta var líka þolinmæðisvinna. Þeir eru að falla meira og meira neðar eftir því sem líður á leikinn. Þannig við þurftum að vera þolinmóðir og bíða eftir þessu augnabliki þar sem þeir verða þreyttir og nýta það.“ Næsti leikur Vals er gegn Keflavík á mánudaginn. Túfa býst við erfiðum leik. „Undirbúningurinn fyrir þann leik byrjar eftir að við erum búnir að fagna aðeins inn í klefanum. Þetta spilast samt þétt en alvöru íþróttamenn vilja bara spila alla þessa leiki. Við byrjum að undirbúa fyrir Keflavíkurliðið í fyrramálið. Það eru samt engir gefins leikir í þessari deild. Liðin sem koma upp eru yfirleitt erfið í byrjun móts. Þetta verður hörku leikur sem við ætlum að reyna að vinna,“ sagði Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Leiknir Reykjavík
Valur vann Leikni í kvöld með sigurmarki Patrick Pedersen á loka andartökum leiksins. Leikurinn fór rólega af stað og fyrri hálfleikurinn var hálf rólegur heilt yfir, Valsmenn voru meira með boltann og áttu fleiri marktilraunir. Patrick Pedersen fékk hættulegasta færi leiksins á 8. mínútu þegar skalli hans, innan markteig Leiknismanna fór beint á Guy Smit í markinu. Guy Smit var frábær í marki Leiknis lengst af og sá hann við þeim annars fáu skotum á markið sem Valsmenn náðu að þrýsta fram í fyrri hálfleik. Á hinum endanum þurfti Hannes bara einu sinni í fyrri hálfleik að verja marktilraun þegar Daníel Finns átti skot sem fór nánast beint á Hannes. Liðin gengu þá til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 0-0. Seinni hálfleikurinn var nánast endurtekning á þeim fyrri. Valur var meira með boltann og átti einhverjar örfáar marktilraunir sem stafaði þó ekki mikill ógn af. Leiknismenn voru hættulegir í skyndisóknunum en það var lítið sem skeði sem eitthvað þarf að greina frá fyrr en á 86. mínútu þegar Johannes Vall nær að komast upp við endalínuna á vinstri kanti og gefur háan boltann fyrir mark Leiknis þar sem Patrick Pedersen mætir fyrstur allra og nær að stanga boltann í netið úr markteig Leiknis. Leiknir sótti meira það sem eftir lifði leiks en of lítill tími var eftir af leiktímanum til að svara fyrir sig. Lokatölur því 1-0 fyrir heimamönnum í Val. Af hverju vann Valur? Valur sótti meira á mark Leiknis þegar heilt er á litið og voru töluvert meira með fótboltann. Þeir þurftu þó mark á ögurstundu frá sínum helsta markaskorara til að klára dæmið gegn nýliðunum. Verðskuldaður sigur vissulega en smá heppnis stimpill yfir þessu samt. Hverjir stóðu upp úr? Guy Smit átti enn einn hörku leikinn í marki Leiknis. Smit átti svör við flest öllum aðgerðum Valsmanna lengst af í leiknum. Hvað gekk illa? Þennan dálk hefði Pedersen átt ef hann hefði ekki skorað sigurmarkið. Pedersen klúðraði dauðafæri á 8. mínútu en borgaði upp fyrir það með sigurmarki undir lok leiksins. Þess í stað verður minnst á varnarlínu Leiknis hér, sem var frábær framan af leik en einbeitingarleysi undir lok leiks í marki Pedersen skilar því að liðið fer tómhent heim. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í Keflavík á mánudaginn næsta á meðan að Leiknir tekur á móti FH í Breiðholtinu degi síðar. „Ein lítil mistök og þá er boltinn í netinu“ Sigurður Heiðar Höskuldsson (t.h.), þjálfari Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Hulda Margrét Eins og gefur að skilja var Sigurður Heiðar svekktur að fá sigur mark í andlitið á loka andartökum leiksins. „Já það er mjög svekkjandi eftir að hafa sýnt mjög fínan varnarleik megnið af leiknum en ein lítil mistök og þá er boltinn í netinu.“ „Þetta er erfið fyrirgjöf að eiga við inn í teignum, Patrick er sterkur í teignum og góður að staðsetja sig. Það er eiginlega þessi fyrirgjöf sem hann [Johannes Vall] fær út á kanti sem mér finnst við ekki gera nógu vel í.“ Leiknir voru nánast framherjalausir í dag en Daníel Finns leysti af Sævar Atla í framlínunni í dag. „Sævar er búinn að vera tæpur megnið af tímabilinu, í dag var hann bara of slæmur til þess að spila. Það styttist í Sólon en Ágúst Leó er líka meiddur, þannig allir þrír framherjar okkar eru meiddir. Við þurftum einhvern veginn að finna út úr því. Þrátt fyrir að Daníel Finns hafi sennilega aldrei spilað frammi áður þá leysti hann það bara nokkuð vel.“ Siggi vil ekki kvarta of mikið yfir því hvað spilað er þétt í deildinni þetta tímabilið. „Það er bara eins og það er, það sitja allir við sama borð. Það finnst öllum þetta ábyggilega rosalega erfitt. Það eru skrítnar æfingar á milli leikja og í rauninni er fókusinn bara á það að sleikja sárin milli leikjanna,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Fyrir mér er þetta einn mikilvægasti sigurinn“ Túfa var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Aðstoðarþjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic eða Túfa, var gífurlega ánægður með sigurinn á Leikni, sem Túfa telur vera eitt af betri liðum deildarinnar. „Mikil gleði að klára þennan leik, erfiður leikur og mikilvægir þrír punktar sem við erum að taka gegn mjög góðu liði sem ég held að eigi eftir að gera öllum liðum sem spila við það erfitt fyrir. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim, það er mikið hjarta í þessu hjá leikmönnunum, þjálfaranum og öllum pakkanum. Það er gríðirlega mikilvægt að klára þetta og fyrir mér er þetta einn mikilvægasti sigurinn.“ „Það sást í smá svona þyngsl hjá báðum liðum, þetta var fjórði leikurinn á stuttum tíma og það er spilað á u.þ.b. þriggja daga fresti. Við vildum sjá aðeins meira tempó og ákefð í öllu sem við vorum að gera, en þetta var líka þolinmæðisvinna. Þeir eru að falla meira og meira neðar eftir því sem líður á leikinn. Þannig við þurftum að vera þolinmóðir og bíða eftir þessu augnabliki þar sem þeir verða þreyttir og nýta það.“ Næsti leikur Vals er gegn Keflavík á mánudaginn. Túfa býst við erfiðum leik. „Undirbúningurinn fyrir þann leik byrjar eftir að við erum búnir að fagna aðeins inn í klefanum. Þetta spilast samt þétt en alvöru íþróttamenn vilja bara spila alla þessa leiki. Við byrjum að undirbúa fyrir Keflavíkurliðið í fyrramálið. Það eru samt engir gefins leikir í þessari deild. Liðin sem koma upp eru yfirleitt erfið í byrjun móts. Þetta verður hörku leikur sem við ætlum að reyna að vinna,“ sagði Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti