Innlent

Kristján Einar sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
kristján og svala
instagram

Kristján Einar Sigur­björns­son, unnusti söng­konunnar Svölu Björg­vins­dóttur, var í dag sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás í Lands­rétti. Dómi héraðs­dóms í málinu var þannig snúið við en Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkams­á­rásina í desember 2019.

 Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu.

Kristján játaði á sig fíkni­efna­laga­brot og vopna­laga­brot fyrir héraðs­dómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017.

Kristján neitaði þó sök í líkams­á­rásar­málinu en hann var sak­felldur í héraðs­dómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og hand­leggs­brotnaði.

Málinu var á­frýjað til Lands­réttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Lands­réttar hafði á­kæru­valdinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft á­setning til líkams­á­rásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu.

Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum um­rædda nótt í októ­ber 2016. Konan sagði einnig í vitnis­burði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni.

„Ekki er fullt sam­ræmi í fram­burði brota­þola og vitnanna tveggja um það hvernig á­kærði á að hafa ýtt henni en jafn­vel þótt fram­burður þeirra fyrir héraðs­dómi yrði lagður til grund­vallar um það at­riði, gegn neitun á­kærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brota­þoli fór í veg fyrir á­kærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Lands­réttar. Hann var því sýknaður af á­kærunni um líkams­á­rás.

Óboðlegt að bíða í fjögur ár

Lög­maður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimars­son, segir niður­stöðuna miklar gleði­fréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er frá­leitt þegar fólk þarf að bíða eftir niður­stöðu í fjögur ár sér­stak­lega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sak­felling úr héraði,“ segir hann.

Kristján Einar og Svala Björg­vins tjáðu sig um dóms­málið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína for­tíð sem væri að hluta ó­upp­gerð:

„Ég hef mark­visst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðar­enda, tek að­eins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niður­stöðu þess dóms og hef á­frýjað niður­stöðu hans til Lands­réttar. Þeirrar niður­stöðu bíð ég.“

Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjöl­skyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma:

„Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mis­tök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir for­tíðina og verða besta út­gáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“


Tengdar fréttir

„Láttu eins unglega og þér líður“

„Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær.

Svala og Kristján trúlofuð

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu.

Svala yngir upp

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×