Lífið

Rúrik komst í úr­slit sem kyn­þokka­fullur nauta­bani

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Rúrik tók sig vel út í hlutverki dansglaða nautabanans.
Rúrik tók sig vel út í hlutverki dansglaða nautabanans. skjáskot/Let's Dans

Rúrik Gísla­son, fyrrum lands­liðs­maður í fót­bolta, komst á­fram í úr­slita­keppni þýskrar út­gáfu þáttanna Allir geta dansað.

Rúrik átti magnað kvöld á­samt mót­dansara sínum Renötu Luis. Hann var klæddur í hefð­bundinn búning nauta­bana, eða hálf­klæddur honum réttara sagt því skyrtan og bindið voru hvergi sjáan­leg undir skraut­legum jakkanum.

At­riðið í heild sinni má finna hér í frétt þýska miðilsins RTL.

Þetta er gott kvöld fyrir hæfileika Íslendinga erlendis en eins og greint var frá fyrr í kvöld komst Íslendingurinn Natan Dagur áfram í úrslitakeppni The Voice í Noregi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.