Lífið

Svona var fram­lag Ís­lands í Euro­vision

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Flutningnum var vel tekið í höllinni, þó Daði og Gagnamagnið hafi verið uppi á hóteli.
Flutningnum var vel tekið í höllinni, þó Daði og Gagnamagnið hafi verið uppi á hóteli. EBU / THOMAS HANSES

Upptaka af æfingu Daða og Gagnamagnsins á flutningi 10 Years, framlagi Íslands í Eurovision í ár, var spiluð á úrslitakvöldi keppninnar í kvöld.

Eins og áður hefur verið fjallað um gat sveitin ekki stigið á svið sökum þess að einn í sveitinni greindist með kórónuveiruna. Lag Íslands var það 12. í röðinni og var sama upptaka notuð í kvöld og á undanúrslitakvöldinu á fimmtudag.

Flutningurinn er því ekki beint frábrugðinn því sem áður hefur sést á skjáum landsmanna. Blaðamanni hafa þó borist ábendingar um að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Mörgum þykir vísa Daða og Gagnamagnsins einkar góð og því ekki úr vegi að horfa á flutninginn aftur, og jafnvel aftur eftir það.

Hér að neðan má sjá flutninginn, sem spilaður var í kvöld, við heldur góðar viðtökur.

Samkvæmt Eurovision-spekingum alnetsins var flutningnum vel tekið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í Hollandi, þó Daði og Gagnamagnið hafi ekki verið á sviðinu. Hér að neðan má heyra og sjá  stemninguna í höllinni þegar framlag Íslands var spilað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.