Eftir að niðurstaða keppninnar lá fyrir birti Samband evrópskra sjónvarpsstöðva upplýsingar um hlutfall dómarastiga og almenningsatkvæða sem hvert atriði fékk í undanúrslitunum.

Þar kemur fram að atriði Daða og Gagnamagnsins, lagið 10 Years, var annað stigahæsta atriðið á seinna undanúrslitakvöldinu. Hlutum við þar alls 288 stig, aðeins þremur stigum minna en Sviss, sem hafnaði einmitt í þriðja sæti í keppninni.
Í undanúrslitakeppninni fengum við 140 stig frá dómnefndum og 138 stig frá almenningi.
Í lokakeppninni fengum við svo 378 stig alls, 180 úr símakosningunni og 198 frá dómnefndum.