Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkniefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 13:20 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær. David hefur harðneitað þeim ásökunum og boðist til að gangast undir fíkniefnapróf sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ætlar að láta hann gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef EBU. „Við erum meðvituð um vangaveltur varðandi myndbandsupptöku af ítölsku sigurvegurunum úr Græna herberginu í gær. Sveitin hefur harðneitað ásökunum um fíkniefnanotkun og söngvarinn sem um ræðir hefur boðist til þess að gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim,“ segir í yfirlýsingunni. „Þau óskuðu eftir þessu strax í gærkvöldi en EBU gat ekki orðið við þeirri beiðni strax. Sveitin, umboðsmaður hennar og sá sem fer fyrir hópnum hafa lýst því yfir að engin fíkniefni hafi verið til staðar í Græna herberginu og segja að glas hafi brotnað á borðinu sem söngvarinn hafi verið að sópa í burtu.“ Sambandið segist geta staðfest það að glas hafi brotnað á borði Ítalíu í Græna herberginu. Þá segir að Sambandið muni taka umrædda myndbandsupptöku til nánari skoðunar og muni upplýsa um framgang málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að öll sveitin muni gangast undir fíkniefnapróf en það hefur verið leiðrétt. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
David hefur harðneitað þeim ásökunum og boðist til að gangast undir fíkniefnapróf sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ætlar að láta hann gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef EBU. „Við erum meðvituð um vangaveltur varðandi myndbandsupptöku af ítölsku sigurvegurunum úr Græna herberginu í gær. Sveitin hefur harðneitað ásökunum um fíkniefnanotkun og söngvarinn sem um ræðir hefur boðist til þess að gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim,“ segir í yfirlýsingunni. „Þau óskuðu eftir þessu strax í gærkvöldi en EBU gat ekki orðið við þeirri beiðni strax. Sveitin, umboðsmaður hennar og sá sem fer fyrir hópnum hafa lýst því yfir að engin fíkniefni hafi verið til staðar í Græna herberginu og segja að glas hafi brotnað á borðinu sem söngvarinn hafi verið að sópa í burtu.“ Sambandið segist geta staðfest það að glas hafi brotnað á borði Ítalíu í Græna herberginu. Þá segir að Sambandið muni taka umrædda myndbandsupptöku til nánari skoðunar og muni upplýsa um framgang málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að öll sveitin muni gangast undir fíkniefnapróf en það hefur verið leiðrétt.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29