Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 08:52 Kórónuveiran hefur leikið Indverja einstaklega grátt og berjast heilbrigðisyfirvöld við að reyna að halda aftur af faraldrinum. Getty Images/Anindito Mukherjee Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46