Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar kölluð til vegna slyss á Mýr­dals­jökli

Eiður Þór Árnason skrifar
Þyrlan var á flugi við Skaftafell þegar kallið kom.
Þyrlan var á flugi við Skaftafell þegar kallið kom. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan vélsleðamann á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum en ekki liggur fyrir hvort hann sé alvarlega slasaður.

Tilkynning barst um vélsleðaslys á Mýrdalsjökli á tólfta tímanum þegar þyrlan var á flugi við Skaftafell, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan þegar í stað að Mýrdalsjökli og lenti við Landspítala klukkan 13:23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×