Sport

Dag­skráin í dag: Stjörnumenn geta tryggt sig áfram, mikil­vægir leikir í Pepsi Max og Seinni bylgjan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og félagar komast áfram í undanúrslit með sigri í Grindavík.
Ægir Þór Steinarsson og félagar komast áfram í undanúrslit með sigri í Grindavík. Vísir/Bára

Það er nóg um að vera á Íslandi í dag þegar kemur að íþróttum. Fjöldinn allur af leikjum eru í beinni dagskrá í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Seinni bylgjan – karla, á dagskrá. Farið verður yfir síðustu umferð í deildinni. Klukkan 18.30 er svo komið að upphitun fyrir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla.

Klukkan 19.05 er leikur Víkings og Fylkis á dagskrá. Eftir leik, klukkan 21.15, er svo Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir leiki dagsins.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 20.05 er leikur Grindavíkur og Stjörnunnar á dagskrá í úrslitakeppni Domino´s deild karla.. Þar er staðan 2-1 fyrir Stjörnuna og geta Garðbæingar því farið áfram.

Stöð2.is

Klukkan 19.05 eru tveir leikir á dagskrá. Leiknir Reykjavík tekur á móti FH klukkan 19.05. Á sama tíma er leikur KR og HK á dagksrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×