Um helgina var greint frá fjórum nýjum smitum, þar af tveimur sem voru órekjanleg. Hvorugur vissi hvar hann hefði smitast eða hver hefði smitað þá. Lars Fodgaard Møller landlæknir sagði ljóst að veiran væri úti í samfélaginu.
Enginn hafði greinst með kórónuveiruna frá áramótum í síðustu viku en nú eru 23 virk smit í Færeyjum. Sem stendur liggur enginn á sjúkrahúsi með veiruna en 45 eru í sóttkví.
Talið er að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða í öllum tilfellum. Skimunarstaðir hafa ákveðið að lengja opnunartíma sína í dag til að taka á móti sem flestum.