Fékk að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:01 Steinþór Már Auðunsson hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Pepsi Max deild karla. S2 Sport Ein óvæntasta stjarnan í Pepsi Max deild karla í sumar en KA markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem kom óvænt inn í liðið og hefur staðið sig frábærlega. KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira