Akademísk aukastörf í lögfræði Trausti Fannar Valsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun