Dæmdur nauðgari fær ekki áheyrn í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 11:24 Hæstiréttur Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur hafnað beiðni karlmanns um áfrýjunarleyfi sem sakfelldur var fyrir nauðgun á tveimur dómstigum. Rétturinn telur málið ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að meðferð málsins fyrir dómum hafi verið stórlega ábótavant. Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31
Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08