Forseti og forsætisráðherra Malí í haldi hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 16:01 Lögregluþjónar fylgjast með mótmælum vegna handtöku forsetans og forsætisráðherrans í Malí. Aðgerðir hersins hafa verið harðlega gagnrýndar víða. AP Her Malí hefur vikið forseta og forsætisráðherra ríkisins úr embættum og tekið völdin. Það er tíu mánuðum eftir að herinn tók síðast völd í Malí með því að velta forsetanum Ibrahim Boubacar Keïta úr sessi. Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið. Malí Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið.
Malí Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira