Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 09:01 Á síðustu árum hafa fjölskyldumynstur tekið miklum breytingum. Þáttur stjúpforeldra í uppeldi barna hefur aukist. Hvergi í Evrópu eru jafn mörg börn fædd utan hjónabands og á Íslandi. Stjúpforeldrar líkt og foreldrar verða mikilvægir í lífi stjúpbarns, sem og stjúpbarnið í augum stjúpforeldris. Krafa um samfellda sambúð Stjúpættleiðing er ættleiðing á barni eða kjörbarni maka umsækjanda, hjúskapar- eða sambúðarmaka og oft á tíðum eðlileg framvinda þegar einstaklingur hefur gengið barni í móður- eða föðurstað. Við stjúpættleiðingu rofna öll tengsl barnsins við annað kynforeldri og stjúpforeldrið verður lagalegt foreldri í öllum skilningi. Í þeim kringumstæðum þegar kynforeldri er litlum eða engum kringumstæðum við barn sitt eða ef það er látið hefur stjúpforeldri fengið leyfi til þess að ættleiða barnið. Til þess að einstaklingur geti lagt fram umsókn um stjúpættleiðingu skal umsækjandi hafa verið í samfelldri sambúð með foreldri eða kjörforeldri barns í að minnsta kosti fimm ár. Stjúpættleiðing ekki möguleg eftir skilnað eða andlát Lífið er nú þannig að ekki öll hjónabönd eða sambúðir halda út, en tengsl sem myndast á þeim tíma milli einstaklinga halda þó áfram út lífið. Íslensk lög um ættleiðingar gera ekki ráð fyrir því að stjúpforeldri óski eftir að ættleiða stjúpbarn sitt eftir að hafa slitið hjónabandi eða sambúð við foreldrið. Eins og staðan er nú getur einstaklingur sem alið hefur upp barn í fjölda ára ekki sótt um að stjúpættleiða það barn ef viðkomandi hefur slitið sambúð eða hjónabandi við hitt foreldrið. Þá eru skilyrði umsækjanda heldur ekki uppfyllt ef foreldrið fellur frá þar sem umsækjandi er ekki í hjúskap eða sambúð þegar umsókn berst. Samkvæmt núgildandi lögum getur einstaklingur sem óskar eftir að ættleiða barn sem alist hefur upp hjá umsækjanda einungis sótt um ættleiðingu sem einstaklingur, það hefur þau réttaráhrif að lagatengsl við báða blóðforeldra rofnar. Hægt að breyta lögunum Þetta gat á lögum um ættleiðingar er ekki stórt og það er auðvelt að stoppa í það. Eðlilegast væri að einstaklingur sem gengið hefur barni í móður- eða föðurstað í fjölda ára geti enn fengið að vera foreldri barnsins og veitt því sömu réttindin og mögulega önnur börn viðkomandi þrátt fyrir sambandsslit eða andlát. Því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar þar sem einstaklingi sem hefur verið í hjúskap eða sambúð í að minnsta kosti fimm ár með foreldri barns óskað eftir að ættleiða barnið þrátt fyrir að hafa slitið samvistum. Einnig legg ég til í frumvarpinu að mögulegt sé að óska eftir að ættleiða barn hafi maki eða sambúðarmaki fallið frá. Það er óvíst að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi, en mikilvægt er að opna þessa umræðu. Þetta eru litlar breytingar á löggjöfinni en geta verið gríðarlega mikilvægar fyrir þá einstaklinga sem eiga hér undir. Samfélagið breytist og löggjafinn þarf að fylgjast með. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fjölskyldumál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa fjölskyldumynstur tekið miklum breytingum. Þáttur stjúpforeldra í uppeldi barna hefur aukist. Hvergi í Evrópu eru jafn mörg börn fædd utan hjónabands og á Íslandi. Stjúpforeldrar líkt og foreldrar verða mikilvægir í lífi stjúpbarns, sem og stjúpbarnið í augum stjúpforeldris. Krafa um samfellda sambúð Stjúpættleiðing er ættleiðing á barni eða kjörbarni maka umsækjanda, hjúskapar- eða sambúðarmaka og oft á tíðum eðlileg framvinda þegar einstaklingur hefur gengið barni í móður- eða föðurstað. Við stjúpættleiðingu rofna öll tengsl barnsins við annað kynforeldri og stjúpforeldrið verður lagalegt foreldri í öllum skilningi. Í þeim kringumstæðum þegar kynforeldri er litlum eða engum kringumstæðum við barn sitt eða ef það er látið hefur stjúpforeldri fengið leyfi til þess að ættleiða barnið. Til þess að einstaklingur geti lagt fram umsókn um stjúpættleiðingu skal umsækjandi hafa verið í samfelldri sambúð með foreldri eða kjörforeldri barns í að minnsta kosti fimm ár. Stjúpættleiðing ekki möguleg eftir skilnað eða andlát Lífið er nú þannig að ekki öll hjónabönd eða sambúðir halda út, en tengsl sem myndast á þeim tíma milli einstaklinga halda þó áfram út lífið. Íslensk lög um ættleiðingar gera ekki ráð fyrir því að stjúpforeldri óski eftir að ættleiða stjúpbarn sitt eftir að hafa slitið hjónabandi eða sambúð við foreldrið. Eins og staðan er nú getur einstaklingur sem alið hefur upp barn í fjölda ára ekki sótt um að stjúpættleiða það barn ef viðkomandi hefur slitið sambúð eða hjónabandi við hitt foreldrið. Þá eru skilyrði umsækjanda heldur ekki uppfyllt ef foreldrið fellur frá þar sem umsækjandi er ekki í hjúskap eða sambúð þegar umsókn berst. Samkvæmt núgildandi lögum getur einstaklingur sem óskar eftir að ættleiða barn sem alist hefur upp hjá umsækjanda einungis sótt um ættleiðingu sem einstaklingur, það hefur þau réttaráhrif að lagatengsl við báða blóðforeldra rofnar. Hægt að breyta lögunum Þetta gat á lögum um ættleiðingar er ekki stórt og það er auðvelt að stoppa í það. Eðlilegast væri að einstaklingur sem gengið hefur barni í móður- eða föðurstað í fjölda ára geti enn fengið að vera foreldri barnsins og veitt því sömu réttindin og mögulega önnur börn viðkomandi þrátt fyrir sambandsslit eða andlát. Því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar þar sem einstaklingi sem hefur verið í hjúskap eða sambúð í að minnsta kosti fimm ár með foreldri barns óskað eftir að ættleiða barnið þrátt fyrir að hafa slitið samvistum. Einnig legg ég til í frumvarpinu að mögulegt sé að óska eftir að ættleiða barn hafi maki eða sambúðarmaki fallið frá. Það er óvíst að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi, en mikilvægt er að opna þessa umræðu. Þetta eru litlar breytingar á löggjöfinni en geta verið gríðarlega mikilvægar fyrir þá einstaklinga sem eiga hér undir. Samfélagið breytist og löggjafinn þarf að fylgjast með. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun