Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 09:40 Alexander Lukashenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira