Þetta staðhæfði Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson, á þingi í morgun, þar sem hann hefur verið að svara spurningum þingmanna í morgun.
Cummings sagði ríkisstjórn Johnsons hafa brugðist Bretum og bað hann ættingja þeirra sem dóu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, afsökunar, samkvæmt frétt Sky News.
"In February the prime minister regarded this as just a scare story, he described it as the new swine flu."
— Sky News (@SkyNews) May 26, 2021
Former government adviser Dominic Cummings says Boris Johnson wanted to have Chris Whitty inject him with #COVID19 "live on TV."
Follow live: https://t.co/9jzMGBz8Oi pic.twitter.com/WywFas4dQ2
Heilt yfir hafa tæplega 4,5 milljónir manna smitast af Covid-19 á Bretlandi og þar af hafa minnst 128 þúsund dáið.
Cummings hélt því einnig fram að Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, hefði átt að vera rekinn margsinnis. Þar á meðal fyrir að ljúga að almenningi. Cummings sagðist eiga sannanir fyrir því að Hancock hefði logið.
Meðal annars hefði hann logið um birgðir hins opinbera á verndarbúnaði eins og grímum. Hancock hefði sagt birgðastöðuna góða, þegar hann vissi af skorti á sjúkrahúsum víðsvegar um landið. Þar að auki hefði hann sagt ósatt um að allir sem vildu fengju rétta meðferð. Skömmu áður hefði ráðherrum verið sagt að svo væri ekki.
'The health secretary should have been fired for at least 15 or 20 things, including lying to people on multiple occasions', says former government adviser Dominic Cummings.
— Sky News (@SkyNews) May 26, 2021
He adds 'I said repeatedly to the prime minister he should be fired'.https://t.co/YGM27aNH57 pic.twitter.com/ZM0bZHmoPu