Zuma segist saklaus af spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:57 Jacob Zuma í dómsal í morgun. EPA/PHILL MAGAKOE Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi. Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar. Suður-Afríka Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar.
Suður-Afríka Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira