Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu því Manchester United hefur tapað sex af síðustu sjö vítaspyrnukeppnum sínum í öllum keppnum.
Eini sigurinn í undanförnum sjö vítaspyrnukeppnum kom á móti Rochdale í enska deildabikarnum í september 2019.
Sir Alex Ferguson waited for David De Gea after medal ceremony + walked down tunnel with him. It s 40 penalties in a row club + country he s failed to save now.
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) May 27, 2021
Shouldn t have needed fine margins vs Villarreal but that was one.
A night of mistakes #MUFChttps://t.co/9Y0bFYs9Kf
Tapið í gærkvöldi þýðir að Manchester United vann engan titil í ár og hefur nú ekki unnið titil síðan 2017.
Það er ekki að hjálpa United liðinu að David De Gea var í markinu. Það var ekki nóg með að hann klikkaði á síðustu vítaspyrnu liðsins þá var hann aldrei nálægt því að verja víti.
De Gea hefur nú fengið á sig mark í 40 vítaspyrnum í röð í leikjum með Manchester United og spænska landsliðinu. Hann varði síðast víti frá Romelu Lukaku í undanúrslitaleik enska bikarsins vorið 2016.
Ole Gunnar Solskjær segist ekki hafa íhugað það að skipta David de Gea út fyrir Dean Henderson fyrir vítaspyrnukeppnina en hefði kannski betur gert það. Henderson hefur varið víti á síðustu árum þar á meðal víti frá Manchester City manninum Gabriel Jesus þegar Henderson var á láni hjá Sheffield United í fyrra.
- Síðustu sjö vítakeppnir Manchester United:
- 11-10 tap á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar
- 5-3 sigur á Rochdale í enska deildabikarnum
- 8-7 tap fyrir Derby í enska deildabikarnum
- 3-1 tap á móti Middlesbrough í enska deildabikarnum
- 3-1 tap á móti Sunderland í enska deildabikarnum
- 4-1 tap á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn
- 4-2 tap á móti Everton í enska bikarnum