„Í rauninni hrynur heimurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2021 10:31 Anna Lilja og Anna Sigga hafa báðar gengið í gegnum það að missa maka. Þær eru bestu vinkonur, báðar tveggja barna mæður, eru 31 árs og búa í næstu götu frá hvor annarri. Þær hafa einnig gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka með nokkurra ára millibili. Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira