H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira