Ónæmið gæti varið í mörg ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 11:57 Tvær nýjar rannsóknir benda til þess að þeir sem hafi smitast af Covid-19 og svo seinna meir verið bólusettir, séu best varðir gegn Covid-19 til lengri tíma. Vísir/Vilhelm Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55
Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14
Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07