Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 15:52 Frá líkvöku Ölmu Barragán, sem myrt var á þriðjudaginn. AP/Armando Solis Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík. Mexíkó Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík.
Mexíkó Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira