Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 19:38 Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira