Kosningaórói Njáls Trausta Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 27. maí 2021 20:18 Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun