„Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 22:41 Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Sjá meira