Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:31 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að þjóðir heims keppist nú um athygli ferðamanna. Unnið sé að því að gera Ísland að fyrsta áfangastað fólks. Vísir/Einar Árnason Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.” Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira