Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 21:55 Ebrahim Raisi (t.h.) er líklegur til að verða næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum í vikunni. Vísir/EPA Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum. Íran Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum.
Íran Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira