Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 21:55 Ebrahim Raisi (t.h.) er líklegur til að verða næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum í vikunni. Vísir/EPA Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum. Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum.
Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira