Skuggafaraldur Snædís Baldursdóttir skrifar 29. maí 2021 09:00 Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun