Skuggafaraldur Snædís Baldursdóttir skrifar 29. maí 2021 09:00 Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun