Björgunarsveitir glímdu við fjúkandi fellihýsi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:07 Björgunarsveitir tókust á við ýmis verkefni í gær þegar óveður reið yfir Suðvesturhorn landsins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira