Sláandi munur á námsárangri pilta og stúlkna Ólafur Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 09:00 Menntamálaráðherra svaraði í liðinni viku fyrirspurn minni um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Upplýsingar í svarinu eru sumar hverjar sláandi og því gagnlegt að fá þær upp á borðið. Marktækur munur á árangri pilta og stúlkna í grunnskólastigi Í upphafi var spurt hvaða tölur liggi fyrir um mismunandi árangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Væri marktækur munur fyrir hendi var spurt hverjar ráðherra telji vera skýringar á ólíkum árangri pilta og stúlkna? Fram kemur í svarinu að ekki er um samræmt námsmat að ræða á leikskólastigi og upplýsingum um árangur leikskólabarna er ekki safnað miðlægt. Mat á þroska og líðan leikskólabarna er á ábyrgð hvers leikskóla og nýti þeir sér margar mismunandi leiðir við mat á framförum barna. Um námsárangur grunnskólanemenda segir í svarinu að samkvæmt gögnum sem fyrir liggja á grundvelli samræmds námsmats er frammistaða stúlkna í öllum námsþáttum að jafnaði marktækt betri en frammistaða drengja. Lesskilningur og stærðfræði á grunnskólastigi Í lesskilningi hlutu stúlkur á Íslandi marktækt fleiri stig en drengir í PISA-rannsókninni 2018 meðal 15 ára nemenda. Kynjamunur í lesskilningi stúlkum í hag einskorðast ekki við Ísland því stúlkur hlutu fleiri stig en drengir í PISA 2018 í öllum þátttökuríkjum OECD. Stúlkur á Íslandi hlutu einnig marktækt fleiri stig en drengir í læsi á stærðfræði í PISA 2018. Athygli vekur að í svarinu kemur fram að Ísland skeri sig hér nokkuð úr því í flestum OECD-ríkjum sé kynjamunur í læsi á stærðfræði drengjum í hag. Loks kemur fram í svari um mun á námsárangri milli kynja í grunnskóla að hann aukist eftir því sem ofar dregur í skólagöngu. Leita þarf skýringa á þessu atriði. Skýra þarf snarpan kynjamun á framhaldsskóla- og háskólastigi Rakið er í svari ráðherra að vandkvæði eru á samanburði einkunna pilta og stúlkna á framhaldsskólastigi ólíkt grunnskólastigi. Eru á því eðlilegar skýringar í ljósi ólíkra námsbrauta og mismunandi námsmats. Hitt vekur athygli hve mikill munur er á kynjum þegar litið er til brautskráningar. Með vísan til gagna Hagstofu Íslands kemur fram að 35% fleiri stúlkur en piltar brautskráðust með almennt stúdentspróf skólaárið 2018-19. Sama skólaár brautskráðust 77% fleiri piltar en stúlkur með próf úr iðnnámi. Þessar tölur um verulegan kynjahalla kalla á skýringar. Fram kemur að háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað á síðustu árum en þróunin hefur verið ólík eftir kynjum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ríflega helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára hefur lokið háskólagráðu á móti 35% karla. Kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun á högum háskólanema í 28 ríkjum Evrópu eru konur alls staðar í meirihluta nemenda eins og hér á landi en hlutfall karla þó hvergi lægra. Segir í svari ráðherra að orsakir þessa megi m.a. rekja til brotthvarfs drengja úr framhaldsskólum. Þá segir að kynjahlutfall nemenda við HÍ sé nú 32% karlar og 68% konur. Það að hlutfall karla í stærsta háskóla landsins nái ekki þriðjungi og sé hvergi lægra en hér á landi í 28 Evrópuríkjum hlýtur að teljast alvarlegt mál sem kallar á skýringar. Brotthvarf pilta úr framhaldsskóla meira en stúlkna Í svari við spurningu um brotthvarf úr framhaldsskólum kemur fram að almennt hverfa drengir frekar brott úr framhaldsskóla en stúlkur. Segir í svarinu að brotthvarf nýnema sé sérstaklega mælt af ráðuneytinu og þar er brotthvarf drengja meira en stúlkna, með hlutfallinu 1,5 drengur fyrir hverja eina stúlku. Nýnemi er nemandi sem er að hefja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Góðu fréttirnar virðast þær að á árunum 2016-20 hefur brotthvarf nýnema farið lækkandi bæði hjá drengjum og stúlkum. Þá er í svarinu greint frá brotthvarfi nemenda eftir kyni, sem hafa horfið frá námi fjórum árum eftir innritun árin 2013, 2014 og 2015 á grundvelli gagna Hagstofunnar. Kemur fram að brotthvarf pilta er töluvert hærra en stúlkna (29% á móti 18% á árinu 2019) og í samræmi við brotthvarf nýnema eftir kyni eins og að ofan getur. Hátt hlutfall greininga og raskana hér á landi Í svari ráðherra við spurningu minni um aðstoð við nemendur, sérkennslu og greiningar á vanda nemenda kemur fram að alls eru 16,3 prósent grunnskólanemenda á Íslandi með formlegar greiningar í samanburði við 4,4 prósent að meðaltali í 30 Evrópulöndum. Engar skýringar eru veittar á þessum ótrúlega mun. Nemendum með sérþarfir, hvort sem er í leik- eða grunnskóla, hefur fjölgað að mun á liðnum árum. Árið 2010 nutu ríflega 1.200 börn í leikskóla sérstaks stuðnings en þau voru yfir tvö þúsund árið 2019. Í grunnskóla er fjölgunin einnig mikil. Fjöldi grunnskólanema sem naut sérkennslu eða stuðnings fór úr tæpum 5.400 nemum í tæplega sjö þúsund nemendur á tíu árum 2010-19. Hvernig líður nemendum í skólanum? Í svari við spurningu um heilsufar pilta og stúlkna og slíka þætti er í svari ráðherra vísað til ýmissa rannsókna sem gefa til kynna að íslenskum grunnskólanemum líði almennt vel í skólanum og þeir treysti kennurum sínum vel. Segir í svarinu að niðurstöður rannsókna og skýrslna dragi fram að heilbrigður lífsstíll einkenni meirihluta nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla metur andlega og líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða þó að hlutfall þeirra nemenda sem telja andlega heilsu sína slæma hafi hækkað. Þegar kemur að högum og líðan framhaldsskólanema er í svarinu vísað í rannsóknina Ungt fólk 2020 sem sýnir að andlegri líðan nemenda í framhaldsskólum hefur hrakað verulega á liðnum árum, einkum líðan stúlkna. Þannig taldi yfirgnæfandi meirihluti framhaldsskólanema eða 76–78% andlega heilsu sína mjög góða eða góða árin 2004–2010 en frá þeim tíma hefur hlutfallið lækkað jafnt og þétt. Árið 2020 töldu einungis 46% nemenda andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða. Hvað er hér á seyði? Knýjandi spurningar Fram koma athyglisverðar upplýsingar í svarinu en um leið vakna áleitnar spurningar eins og rakið er hér að ofan. Er gleðiefni að stúlkum virðist almennt ganga að mörgu leyti vel í skólakerfinu. Viðhalda þarf þeim árangri en um leið þarf að svara því hvers vegna drengjum vegnar síður vel á sama vettvangi. Úrbóta er sýnilega þörf. Í svarinu virðist vikið að hugtakinu skólakerfi án aðgreiningar sem gefinni stærð. Væri goðgá að spyrja hvort gagnrýnni afstaða en hér birtist væri kannski nauðsynleg til að bæta úr þeim ágöllum á skólakerfinu sem svör ráðherra bera með sér? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Ólafur Ísleifsson PISA-könnun Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra svaraði í liðinni viku fyrirspurn minni um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Upplýsingar í svarinu eru sumar hverjar sláandi og því gagnlegt að fá þær upp á borðið. Marktækur munur á árangri pilta og stúlkna í grunnskólastigi Í upphafi var spurt hvaða tölur liggi fyrir um mismunandi árangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Væri marktækur munur fyrir hendi var spurt hverjar ráðherra telji vera skýringar á ólíkum árangri pilta og stúlkna? Fram kemur í svarinu að ekki er um samræmt námsmat að ræða á leikskólastigi og upplýsingum um árangur leikskólabarna er ekki safnað miðlægt. Mat á þroska og líðan leikskólabarna er á ábyrgð hvers leikskóla og nýti þeir sér margar mismunandi leiðir við mat á framförum barna. Um námsárangur grunnskólanemenda segir í svarinu að samkvæmt gögnum sem fyrir liggja á grundvelli samræmds námsmats er frammistaða stúlkna í öllum námsþáttum að jafnaði marktækt betri en frammistaða drengja. Lesskilningur og stærðfræði á grunnskólastigi Í lesskilningi hlutu stúlkur á Íslandi marktækt fleiri stig en drengir í PISA-rannsókninni 2018 meðal 15 ára nemenda. Kynjamunur í lesskilningi stúlkum í hag einskorðast ekki við Ísland því stúlkur hlutu fleiri stig en drengir í PISA 2018 í öllum þátttökuríkjum OECD. Stúlkur á Íslandi hlutu einnig marktækt fleiri stig en drengir í læsi á stærðfræði í PISA 2018. Athygli vekur að í svarinu kemur fram að Ísland skeri sig hér nokkuð úr því í flestum OECD-ríkjum sé kynjamunur í læsi á stærðfræði drengjum í hag. Loks kemur fram í svari um mun á námsárangri milli kynja í grunnskóla að hann aukist eftir því sem ofar dregur í skólagöngu. Leita þarf skýringa á þessu atriði. Skýra þarf snarpan kynjamun á framhaldsskóla- og háskólastigi Rakið er í svari ráðherra að vandkvæði eru á samanburði einkunna pilta og stúlkna á framhaldsskólastigi ólíkt grunnskólastigi. Eru á því eðlilegar skýringar í ljósi ólíkra námsbrauta og mismunandi námsmats. Hitt vekur athygli hve mikill munur er á kynjum þegar litið er til brautskráningar. Með vísan til gagna Hagstofu Íslands kemur fram að 35% fleiri stúlkur en piltar brautskráðust með almennt stúdentspróf skólaárið 2018-19. Sama skólaár brautskráðust 77% fleiri piltar en stúlkur með próf úr iðnnámi. Þessar tölur um verulegan kynjahalla kalla á skýringar. Fram kemur að háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað á síðustu árum en þróunin hefur verið ólík eftir kynjum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ríflega helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára hefur lokið háskólagráðu á móti 35% karla. Kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun á högum háskólanema í 28 ríkjum Evrópu eru konur alls staðar í meirihluta nemenda eins og hér á landi en hlutfall karla þó hvergi lægra. Segir í svari ráðherra að orsakir þessa megi m.a. rekja til brotthvarfs drengja úr framhaldsskólum. Þá segir að kynjahlutfall nemenda við HÍ sé nú 32% karlar og 68% konur. Það að hlutfall karla í stærsta háskóla landsins nái ekki þriðjungi og sé hvergi lægra en hér á landi í 28 Evrópuríkjum hlýtur að teljast alvarlegt mál sem kallar á skýringar. Brotthvarf pilta úr framhaldsskóla meira en stúlkna Í svari við spurningu um brotthvarf úr framhaldsskólum kemur fram að almennt hverfa drengir frekar brott úr framhaldsskóla en stúlkur. Segir í svarinu að brotthvarf nýnema sé sérstaklega mælt af ráðuneytinu og þar er brotthvarf drengja meira en stúlkna, með hlutfallinu 1,5 drengur fyrir hverja eina stúlku. Nýnemi er nemandi sem er að hefja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Góðu fréttirnar virðast þær að á árunum 2016-20 hefur brotthvarf nýnema farið lækkandi bæði hjá drengjum og stúlkum. Þá er í svarinu greint frá brotthvarfi nemenda eftir kyni, sem hafa horfið frá námi fjórum árum eftir innritun árin 2013, 2014 og 2015 á grundvelli gagna Hagstofunnar. Kemur fram að brotthvarf pilta er töluvert hærra en stúlkna (29% á móti 18% á árinu 2019) og í samræmi við brotthvarf nýnema eftir kyni eins og að ofan getur. Hátt hlutfall greininga og raskana hér á landi Í svari ráðherra við spurningu minni um aðstoð við nemendur, sérkennslu og greiningar á vanda nemenda kemur fram að alls eru 16,3 prósent grunnskólanemenda á Íslandi með formlegar greiningar í samanburði við 4,4 prósent að meðaltali í 30 Evrópulöndum. Engar skýringar eru veittar á þessum ótrúlega mun. Nemendum með sérþarfir, hvort sem er í leik- eða grunnskóla, hefur fjölgað að mun á liðnum árum. Árið 2010 nutu ríflega 1.200 börn í leikskóla sérstaks stuðnings en þau voru yfir tvö þúsund árið 2019. Í grunnskóla er fjölgunin einnig mikil. Fjöldi grunnskólanema sem naut sérkennslu eða stuðnings fór úr tæpum 5.400 nemum í tæplega sjö þúsund nemendur á tíu árum 2010-19. Hvernig líður nemendum í skólanum? Í svari við spurningu um heilsufar pilta og stúlkna og slíka þætti er í svari ráðherra vísað til ýmissa rannsókna sem gefa til kynna að íslenskum grunnskólanemum líði almennt vel í skólanum og þeir treysti kennurum sínum vel. Segir í svarinu að niðurstöður rannsókna og skýrslna dragi fram að heilbrigður lífsstíll einkenni meirihluta nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla metur andlega og líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða þó að hlutfall þeirra nemenda sem telja andlega heilsu sína slæma hafi hækkað. Þegar kemur að högum og líðan framhaldsskólanema er í svarinu vísað í rannsóknina Ungt fólk 2020 sem sýnir að andlegri líðan nemenda í framhaldsskólum hefur hrakað verulega á liðnum árum, einkum líðan stúlkna. Þannig taldi yfirgnæfandi meirihluti framhaldsskólanema eða 76–78% andlega heilsu sína mjög góða eða góða árin 2004–2010 en frá þeim tíma hefur hlutfallið lækkað jafnt og þétt. Árið 2020 töldu einungis 46% nemenda andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða. Hvað er hér á seyði? Knýjandi spurningar Fram koma athyglisverðar upplýsingar í svarinu en um leið vakna áleitnar spurningar eins og rakið er hér að ofan. Er gleðiefni að stúlkum virðist almennt ganga að mörgu leyti vel í skólakerfinu. Viðhalda þarf þeim árangri en um leið þarf að svara því hvers vegna drengjum vegnar síður vel á sama vettvangi. Úrbóta er sýnilega þörf. Í svarinu virðist vikið að hugtakinu skólakerfi án aðgreiningar sem gefinni stærð. Væri goðgá að spyrja hvort gagnrýnni afstaða en hér birtist væri kannski nauðsynleg til að bæta úr þeim ágöllum á skólakerfinu sem svör ráðherra bera með sér? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar