Segir gróðureldavána komna til að vera Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 20:49 Frá slökkvistarfi við Guðmundarlund í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34