Hrakfallabálkur: Hvað gerðist í Samfylkingunni? Birgir Dýrfjörð skrifar 30. maí 2021 21:37 Leiðarljós: „Ef enginn segir neitt, þá breytist ekkert“ „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð“ (Jóhann Jónsson) Fyrir liðugum 20 árum heimsótti Sighvatur Björgvinsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins flestöll flokksfélögin í landinu. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera honum samferða um kjördæmin á Norðurlandi og einnig um Reykjaneskjördæmi. Erindi Sighvatar var að ræða við Alþýðuflokksfólk um stofnun breiðfylkingar jafnaðarmanna. Í gamla Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum hafði lengi þotið um okkar blóð sá draumur, að jafnaðarmenn á Íslandi næðu að sameinast í einum stjórnmálaflokki. Okkur tókst,að láta drauminn rætast. Að viðbættum Þjóðvaka og Samtökum um kvennalista varð Samfylkingin til. Við fórum af stað með glæsibrag. Í fyrstu alþingiskosningum fékk flokkurinn umboð frá rúmum 30% kjósenda. Nýir flokkar Síðan hafa komið fram fjórar nýjar stjórnmálahreyfingar, sem allar játast í orði undir kenningar sígildrar jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefnan nýtur því víðtækrar hylli. Hvað skýrir þá vaxandi fylgishrun Samfylkingarinnar? Hvað hefur valdið því að Samfylkingin, sem mældist í tæpum 20% í desember s.l. var í lok apríl fallinn í tæp 11% í fylgi? Hvaða ákvarðanir hafa valdið svo afdrifaríkum trúnaðarbresti milli Samfylkingarinnar og líklegra kjósenda hennar? Hvar urðu ljóð okkar og draumar veðrinu að bráð? - Hvar? Að hætti Stalíns Helstu ástæður fyrir þeim trúnaðarbresti milli kjósenda og Samfylkingarinnar, sem skoðanakannanir sýna nú, held ég að megi fyrst og fremst rekja til margra klaufalegra og rangra ákvarðana klíku í Reykjavík, sem hefur tekið sér boðvald í flokknum, og hagar sér eins og „nomenklatura“ á tímum Stalíns. Bátnum ruggað Í nóvember s.l. var gerð tilraun til að fella vinsælan varaformann flokksins úr starfi. Flokknum var stefnt í allsherjarkosningu með tilheyrandi átökum. Það var óheppilegt þegar minna en ár var til alþingiskosninga. Það varð töluverður hiti og mikið um hringingar stuðningsmanna beggja aðila í þessari kosningu. Kosningaþátttaka var 94% flokksmanna. Allur flokkurinn fékk því að heyra, eftir atvikum, hrós og sleggjudóma um frambjóðendur. Úrslit kosninganna sýndu ótvírætt, að það var rík andstaða í flokknum við þá tilraun að víkja sitjandi varaformanni úr starfi. Margar tilgátur lifnuðu um ástæður fyrir aðförinni að embætti varaformanns. Baknag og dylgjur skutu rótum, og tortryggni spillti einlægni í samskiptum. Trúnaður í samtölum beið skaða. Naprir vindar blésu um flokkinn. Hvað segir það okkur, þegar mætar konur, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir, sem báðar hafa gegnt kjörnum opinberum trúnaðarstörfum fyrir jafnaðarmenn, söðla um á ögurstundu, og taka 3. sæti á báðum listum Framsóknarflokksins í Reykjavík? Sami stofn... Þó það sé viðurkennt, að jafnaðarstefnan og samvinnustefnan séu sitt hvor greinin á sama stofninum, þá skyldi maður ætla að meira þyrfti til. Hættan er þó, að á kjördegi muni vonsviknir kjósendur Samfylkingarinnar velja þá leið, að renna í slóð þessara tveggja mætu fyrrum félaga okkar, og kjósa þær og Framsóknarflokkinn. Dylgjur um veikan þingflokk Í desember og fram í janúar birtu vefmiðlar, oftast Kjarninn, aftur og aftur, myndir af formanni Samfylkingarinnar ásamt texta um það, að hann væri að leita að nýjum hæfum frambjóðendum til að breikka og efla getu þingflokksins. Þessi rógur Kjarnans og annarra, að formaðurinn væri í viðvarandi leit, að hæfum þingmannavefnum, var niðurlægjandi fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Aldrei gerði neinn þingmaður eða formaðurinn athugasemdir við þessa skálduðu illkvitni, og dylgjur um getuleysi þingflokksins, og skort þar á hæfileikum. Þá lyfti enginn skildi eða gekk undir högg fyrir flokkinn okkar. Það var aumt. Axasköft þau atriði, sem nefnd eru hér að framan eru óvinafagnaður, og líklegur þáttur í því að rýra tiltrú kjósenda á Samfylkingunni. Því miður er sú upptalning þó ekki nema brot af öllum þeim afleikjum og axasköftum, sem hafa viðgengist á vegum flokksins, allt frá síðasta landsfundi. Valdaránið Ég vil taka það fram strax, að í þessari grein mun ég ekki fjalla um valdaránið í febrúar s.l. þegar ákveðin voru efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík. Og ég fjalla heldur ekki hér um þá afskræmingu lýðræðis, sem viðhöfð var ,með galopnum augum, við samþykktir listanna á fundi í fulltrúaráðinu í Reykjavík. Um þau atriði mun ég skrifa síðar í sérstakri grein. Þau atriði gætu trúlega skýrt nokkuð vaxandi andúð kjósenda á Samfylkingunni. Fleiri axasköft Eitt af því, sem skaðað hefur áru flokksins eru eftirmál af brotthvarfi framkvæmdastjórans Karenar. Hún var geðþekk og afar vel liðin, og hélt góðu sambandi við fólkið í flokknum, sem álítur nú, að hún hafi hrakist úr starfi. Í pólitík er dýrmætt að fólk upplifi persónulega tengingu við flokkinn sinn. Að hrekja Karen frá flokknum skömmu fyrir kosningar var galinn afleikur. Kanúkabréf í sauðalitum Með Kanúkabréfi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er vikið frá kjósendum hennar þeim kaleik, að þurfa, að hugsa djúpt. Í kanúkabréfinu segir orðrétt: „Frá og með þessari helgi snúast komandi kosningarnar um Samherja. Ertu með Samherja eða ertu á móti Samherja?“ - Sjáðuaðeins, svart eða hvítt. Mikið mega Bjarni Ben. Og Katrín vera framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar þakklát. Hún hefur samþykkt að ríkisstjórnin þurfi ekki að hafa áhyggjur í kosningabaráttunni af deilum við Samfylkinguna, um ríkisfjármál, heilbrigðismál, menntamál, samgöngumál, atvinnumál eða af málum öryrkja og aldraðra eða barnafólks, að maður tali nú ekki um smámál eins og sölu Íslandsbanka eða húsnæðismál og verðbólgu, og kvíðvænlegt atvinnuleysi. Það hlýtur að vera ríkisstjórn léttir í kosningunum, að Samfylkingin stimplar sig frá þessum stóru málum. Ætlar varla að ræða þau, - bara Samherja. Höfundur er í flokksstórn Samfylkingarinnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Leiðarljós: „Ef enginn segir neitt, þá breytist ekkert“ „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð“ (Jóhann Jónsson) Fyrir liðugum 20 árum heimsótti Sighvatur Björgvinsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins flestöll flokksfélögin í landinu. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera honum samferða um kjördæmin á Norðurlandi og einnig um Reykjaneskjördæmi. Erindi Sighvatar var að ræða við Alþýðuflokksfólk um stofnun breiðfylkingar jafnaðarmanna. Í gamla Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum hafði lengi þotið um okkar blóð sá draumur, að jafnaðarmenn á Íslandi næðu að sameinast í einum stjórnmálaflokki. Okkur tókst,að láta drauminn rætast. Að viðbættum Þjóðvaka og Samtökum um kvennalista varð Samfylkingin til. Við fórum af stað með glæsibrag. Í fyrstu alþingiskosningum fékk flokkurinn umboð frá rúmum 30% kjósenda. Nýir flokkar Síðan hafa komið fram fjórar nýjar stjórnmálahreyfingar, sem allar játast í orði undir kenningar sígildrar jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefnan nýtur því víðtækrar hylli. Hvað skýrir þá vaxandi fylgishrun Samfylkingarinnar? Hvað hefur valdið því að Samfylkingin, sem mældist í tæpum 20% í desember s.l. var í lok apríl fallinn í tæp 11% í fylgi? Hvaða ákvarðanir hafa valdið svo afdrifaríkum trúnaðarbresti milli Samfylkingarinnar og líklegra kjósenda hennar? Hvar urðu ljóð okkar og draumar veðrinu að bráð? - Hvar? Að hætti Stalíns Helstu ástæður fyrir þeim trúnaðarbresti milli kjósenda og Samfylkingarinnar, sem skoðanakannanir sýna nú, held ég að megi fyrst og fremst rekja til margra klaufalegra og rangra ákvarðana klíku í Reykjavík, sem hefur tekið sér boðvald í flokknum, og hagar sér eins og „nomenklatura“ á tímum Stalíns. Bátnum ruggað Í nóvember s.l. var gerð tilraun til að fella vinsælan varaformann flokksins úr starfi. Flokknum var stefnt í allsherjarkosningu með tilheyrandi átökum. Það var óheppilegt þegar minna en ár var til alþingiskosninga. Það varð töluverður hiti og mikið um hringingar stuðningsmanna beggja aðila í þessari kosningu. Kosningaþátttaka var 94% flokksmanna. Allur flokkurinn fékk því að heyra, eftir atvikum, hrós og sleggjudóma um frambjóðendur. Úrslit kosninganna sýndu ótvírætt, að það var rík andstaða í flokknum við þá tilraun að víkja sitjandi varaformanni úr starfi. Margar tilgátur lifnuðu um ástæður fyrir aðförinni að embætti varaformanns. Baknag og dylgjur skutu rótum, og tortryggni spillti einlægni í samskiptum. Trúnaður í samtölum beið skaða. Naprir vindar blésu um flokkinn. Hvað segir það okkur, þegar mætar konur, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir, sem báðar hafa gegnt kjörnum opinberum trúnaðarstörfum fyrir jafnaðarmenn, söðla um á ögurstundu, og taka 3. sæti á báðum listum Framsóknarflokksins í Reykjavík? Sami stofn... Þó það sé viðurkennt, að jafnaðarstefnan og samvinnustefnan séu sitt hvor greinin á sama stofninum, þá skyldi maður ætla að meira þyrfti til. Hættan er þó, að á kjördegi muni vonsviknir kjósendur Samfylkingarinnar velja þá leið, að renna í slóð þessara tveggja mætu fyrrum félaga okkar, og kjósa þær og Framsóknarflokkinn. Dylgjur um veikan þingflokk Í desember og fram í janúar birtu vefmiðlar, oftast Kjarninn, aftur og aftur, myndir af formanni Samfylkingarinnar ásamt texta um það, að hann væri að leita að nýjum hæfum frambjóðendum til að breikka og efla getu þingflokksins. Þessi rógur Kjarnans og annarra, að formaðurinn væri í viðvarandi leit, að hæfum þingmannavefnum, var niðurlægjandi fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Aldrei gerði neinn þingmaður eða formaðurinn athugasemdir við þessa skálduðu illkvitni, og dylgjur um getuleysi þingflokksins, og skort þar á hæfileikum. Þá lyfti enginn skildi eða gekk undir högg fyrir flokkinn okkar. Það var aumt. Axasköft þau atriði, sem nefnd eru hér að framan eru óvinafagnaður, og líklegur þáttur í því að rýra tiltrú kjósenda á Samfylkingunni. Því miður er sú upptalning þó ekki nema brot af öllum þeim afleikjum og axasköftum, sem hafa viðgengist á vegum flokksins, allt frá síðasta landsfundi. Valdaránið Ég vil taka það fram strax, að í þessari grein mun ég ekki fjalla um valdaránið í febrúar s.l. þegar ákveðin voru efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík. Og ég fjalla heldur ekki hér um þá afskræmingu lýðræðis, sem viðhöfð var ,með galopnum augum, við samþykktir listanna á fundi í fulltrúaráðinu í Reykjavík. Um þau atriði mun ég skrifa síðar í sérstakri grein. Þau atriði gætu trúlega skýrt nokkuð vaxandi andúð kjósenda á Samfylkingunni. Fleiri axasköft Eitt af því, sem skaðað hefur áru flokksins eru eftirmál af brotthvarfi framkvæmdastjórans Karenar. Hún var geðþekk og afar vel liðin, og hélt góðu sambandi við fólkið í flokknum, sem álítur nú, að hún hafi hrakist úr starfi. Í pólitík er dýrmætt að fólk upplifi persónulega tengingu við flokkinn sinn. Að hrekja Karen frá flokknum skömmu fyrir kosningar var galinn afleikur. Kanúkabréf í sauðalitum Með Kanúkabréfi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er vikið frá kjósendum hennar þeim kaleik, að þurfa, að hugsa djúpt. Í kanúkabréfinu segir orðrétt: „Frá og með þessari helgi snúast komandi kosningarnar um Samherja. Ertu með Samherja eða ertu á móti Samherja?“ - Sjáðuaðeins, svart eða hvítt. Mikið mega Bjarni Ben. Og Katrín vera framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar þakklát. Hún hefur samþykkt að ríkisstjórnin þurfi ekki að hafa áhyggjur í kosningabaráttunni af deilum við Samfylkinguna, um ríkisfjármál, heilbrigðismál, menntamál, samgöngumál, atvinnumál eða af málum öryrkja og aldraðra eða barnafólks, að maður tali nú ekki um smámál eins og sölu Íslandsbanka eða húsnæðismál og verðbólgu, og kvíðvænlegt atvinnuleysi. Það hlýtur að vera ríkisstjórn léttir í kosningunum, að Samfylkingin stimplar sig frá þessum stóru málum. Ætlar varla að ræða þau, - bara Samherja. Höfundur er í flokksstórn Samfylkingarinnarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar