Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 11:22 Frá bólusetningaraðstöðu í Laugardalshöll. Árgangar milli 1976 og 2005 verða boðaðir í bólusetningu af handahófi. Boðun eftir árgöngum verður kynjaskipt. Vísir/Vilhelm Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43