„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“ Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum